Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]

Ólöf Margrét fær Fálkaorðu

Í frétt á vefmiðlinu visir.is í dag kemur fram að Guðni Th. Jóhannesson hafi sæmt 14 manns Fálkaorðu, en hefð er fyrir því á 17. júní. Einn Vestmannaeyingur er þar á meðal, en Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, fær riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun. Fram kemur að margt hafi verið um […]

Alltaf 18 ára

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi.  „Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann  í Vestmannaeyjum síðasta haust. […]

Skuldar ennþá marengs

Sunna Jónsdóttir var kjörin besti varnarmaður Olís deildarinnar í handbolta á nýafstöðnu lokahófi HSÍ. Hún er Eyjamaðurinn í næsta blaði Eyjafrétta og fer yfir stöðuna í lok tímabilsins og slær á létta strengi. Næsta blað kemur út 8. júní nk. Myndin er fengin af Facebook síðunni ÍBV handbolti. (meira…)

16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]

Confetti-sprengjur, hárkollur og Tröllið

Upphitun fyrir leik íBV hefst í dag kl. 14:00, þar má næla sér í gómsætan grillmat, kalda drykki og einnig verður hoppukastali fyrir börn. Það á enginn að þurfa að fara svangur inn á völlinn þar sem strákarnir okkar mæta Valsmönnum í fjórða leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.  Vilmar Þór, framkvæmdastjóri handboltadeildar ÍBV svaraði því […]

Galin loforð sem gleymdust

Feneyjar á Faxaskeri

Fyrir skemmstu hvatti ég með grein frambjóðendur og aðra til skemmtilegra skrifa í kosningabaráttunni. Höfum við síðan notið þess að skauta yfir hið ritaða orð þó skemmtanagildið sé auðvitað háð mati hvers og eins lesanda. Nú hafa framboðin þrjú öll gefið út stefnuskrá fyrir komandi kosningar og soðið saman ýmsa pistla um sínar helstu hugmyndir, […]

Til hamingju

Kristinn Pálsson

Þetta er ekki enn ein kosningagreinin eða neinar beinar pólitískar hamingjuóskir. Þannig er ég ekki að óska einstaka aðilum eða flokkum til hamingju með kjör eða gengi, enda hlutleysi mitt takmarkað í nýlegu prófkjöri þar sem á meðal frambjóðenda voru góðir vinir mínir, kunningjar og jafnvel mér enn tengdari einstaklingar. Ég vil þess í stað […]

Áfram bjartsýn

Um leið og ég vil þakka þann mikla persónulega stuðning sem ég hlaut í liðnu prófkjöri langar mig að þakka meðframbjóðendum mínum sérstaklega fyrir skemmtilegar vikur og vinalega baráttu. Ekki síður tel ég þörf á að þakka öllum þeim sem gáfu sér tíma til að mæta og kjósa í prófkjörinu. Ég vona að allir þeir […]

Áfram framsýn

Rut Haraldsdóttir

Ég man þá tíð þegar að krakkarnir söfnuðust saman við eina litasjónvarpið í götunni, ég man þá tíð þegar að röð var í mjólkurbúðinni, ég man þá tíð þegar að flaggið á stöðvunum gaf skilaboð til starfsfólksins um vinnu, ég man þá tíð þegar vani var að spara kranavatnið og ég man þá tíð þegar […]