Ævintýramaður sem elskar Eyjar

Hann sigraði í einstaklingskeppni WOW Cyclothon árið 2019 með miklum yfirburðum og sló fyrra met um rúmlega þrjár klukkustundir þegar hann lauk keppni á 52 klst og rúmlega 36 mínútum. Hann hefur hjólað í frítíma sínum yfir Ísland, þvert og endilangt, og fer sjaldnast auðveldu leiðina, hann þekkir líklega hálendi Íslands betur en margir Íslendingar. […]

Nýjasti Eyjamaðurinn er forstöðumaður

Nýverið var ráðinn nýr forstöðumaður hjá Íþróttamiðstöðinni, hann á ekki ættir að rekja til Vestmannaeyja en er í stórum vinahóp þar sem margir eiga sterkar rætur til Eyja. Hann flytur hingað um leið og hann tekur við starfinu en hefur í raun haft annan fótinn hér um nokkurt skeið. Ástæðan fyrir þessu öllu saman, er […]

Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]

Ólöf Margrét fær Fálkaorðu

Í frétt á vefmiðlinu visir.is í dag kemur fram að Guðni Th. Jóhannesson hafi sæmt 14 manns Fálkaorðu, en hefð er fyrir því á 17. júní. Einn Vestmannaeyingur er þar á meðal, en Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, fær riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun. Fram kemur að margt hafi verið um […]

Alltaf 18 ára

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi.  „Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann  í Vestmannaeyjum síðasta haust. […]

Skuldar ennþá marengs

Sunna Jónsdóttir var kjörin besti varnarmaður Olís deildarinnar í handbolta á nýafstöðnu lokahófi HSÍ. Hún er Eyjamaðurinn í næsta blaði Eyjafrétta og fer yfir stöðuna í lok tímabilsins og slær á létta strengi. Næsta blað kemur út 8. júní nk. Myndin er fengin af Facebook síðunni ÍBV handbolti. (meira…)

16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]

Confetti-sprengjur, hárkollur og Tröllið

Upphitun fyrir leik íBV hefst í dag kl. 14:00, þar má næla sér í gómsætan grillmat, kalda drykki og einnig verður hoppukastali fyrir börn. Það á enginn að þurfa að fara svangur inn á völlinn þar sem strákarnir okkar mæta Valsmönnum í fjórða leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.  Vilmar Þór, framkvæmdastjóri handboltadeildar ÍBV svaraði því […]

Galin loforð sem gleymdust

Feneyjar á Faxaskeri

Fyrir skemmstu hvatti ég með grein frambjóðendur og aðra til skemmtilegra skrifa í kosningabaráttunni. Höfum við síðan notið þess að skauta yfir hið ritaða orð þó skemmtanagildið sé auðvitað háð mati hvers og eins lesanda. Nú hafa framboðin þrjú öll gefið út stefnuskrá fyrir komandi kosningar og soðið saman ýmsa pistla um sínar helstu hugmyndir, […]

Til hamingju

Kristinn Pálsson

Þetta er ekki enn ein kosningagreinin eða neinar beinar pólitískar hamingjuóskir. Þannig er ég ekki að óska einstaka aðilum eða flokkum til hamingju með kjör eða gengi, enda hlutleysi mitt takmarkað í nýlegu prófkjöri þar sem á meðal frambjóðenda voru góðir vinir mínir, kunningjar og jafnvel mér enn tengdari einstaklingar. Ég vil þess í stað […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.