Bæjarstjórn einhuga – Vonbrigði í vatnsleiðslumáli

Bæjarstjórn lýsti á fundi sínum á fimmtudaginn yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu ráðherra og ráðuneytisins varðandi ósk Vestmannaeyjabæjar um þátttöku í lagningu nýrrar vatnsleiðslu neðansjávar. „Ný vatnsleiðsla til Eyja er öryggismál og nauðsynlegt að hún verið lögð sem fyrst. Því er borið við í svari ráðuneytisins að ekki megi skapa fordæmi í þessum efnum. Það […]
Minningarsjóður Gunnars Karls stofnaður

Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar hefur stofnað minningarsjóð í hans nafni. Gunnar var fæddur árið 1994 og ólst upp í Vestmannaeyjum. Hann greindist mjög ungur með taugasjúkdóminn Neurofibromatosis (NF1) sem hafði mikil áhrif á hans líf og lífsgæði. Hann lést 28. febrúar 2021 eftir baráttu við krabbamein. Markmið sjóðsins er að halda baráttumáli hans á lofti með […]
Ævintýramaður sem elskar Eyjar

Hann sigraði í einstaklingskeppni WOW Cyclothon árið 2019 með miklum yfirburðum og sló fyrra met um rúmlega þrjár klukkustundir þegar hann lauk keppni á 52 klst og rúmlega 36 mínútum. Hann hefur hjólað í frítíma sínum yfir Ísland, þvert og endilangt, og fer sjaldnast auðveldu leiðina, hann þekkir líklega hálendi Íslands betur en margir Íslendingar. […]
Nýjasti Eyjamaðurinn er forstöðumaður

Nýverið var ráðinn nýr forstöðumaður hjá Íþróttamiðstöðinni, hann á ekki ættir að rekja til Vestmannaeyja en er í stórum vinahóp þar sem margir eiga sterkar rætur til Eyja. Hann flytur hingað um leið og hann tekur við starfinu en hefur í raun haft annan fótinn hér um nokkurt skeið. Ástæðan fyrir þessu öllu saman, er […]
Kona sem hefur rutt brautina

Íris Róbertsdóttir er í einlægu viðtali í nýjasta tölublaði Eyjafrétta. Ef hægt er að tala um sigurvegara í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Vestmannaeyjum er það Íris Róbertsdóttir, sem fyrst Eyjakvenna varð bæjarstjóri 2018 og er að byrja sitt annað kjörtímabil. „Það var mikið talað um pólitík á heimilinu og mamma var mjög pólitísk og föðurfólkið tengt […]
Ólöf Margrét fær Fálkaorðu

Í frétt á vefmiðlinu visir.is í dag kemur fram að Guðni Th. Jóhannesson hafi sæmt 14 manns Fálkaorðu, en hefð er fyrir því á 17. júní. Einn Vestmannaeyingur er þar á meðal, en Ólöf Margrét Magnúsdóttir sérkennari, fær riddarakross fyrir framlag til sérkennslu og málefna barna með fötlun. Fram kemur að margt hafi verið um […]
Alltaf 18 ára

Ágúst Halldórsson, var kosinn kennari ársins af nemendum FÍV. Hann er vélfræðingur með meiru sem fór inn á nýja braut eftir að hafa verið vélstjóri á loðnuskipum og síðast Herjólfi. „Maður renndi nú heldur betur blint í sjóinn þegar maður ákvað að slá til og verða kennari á vélstjórnarbraut við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum síðasta haust. […]
Skuldar ennþá marengs

Sunna Jónsdóttir var kjörin besti varnarmaður Olís deildarinnar í handbolta á nýafstöðnu lokahófi HSÍ. Hún er Eyjamaðurinn í næsta blaði Eyjafrétta og fer yfir stöðuna í lok tímabilsins og slær á létta strengi. Næsta blað kemur út 8. júní nk. Myndin er fengin af Facebook síðunni ÍBV handbolti. (meira…)
16 er töfratalan við bjórdælingu

Bergvin Oddsson er í viðtali hjá The Reykjavík Grapevine í dag. Þar er honum lýst sem eiganda veitingastaðar, barþjóns, leikmanni í fótbolta, stjórnmálamanni, grínista og rithöfundi. Það mætti halda að Beggi hefði fleiri klukkustundir í sólahringnum en við hin. Í viðtalinu kemur einnig fram að hann missti sjónina algjörlega við 15 ára aldurinn og allar […]
Confetti-sprengjur, hárkollur og Tröllið

Upphitun fyrir leik íBV hefst í dag kl. 14:00, þar má næla sér í gómsætan grillmat, kalda drykki og einnig verður hoppukastali fyrir börn. Það á enginn að þurfa að fara svangur inn á völlinn þar sem strákarnir okkar mæta Valsmönnum í fjórða leik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Vilmar Þór, framkvæmdastjóri handboltadeildar ÍBV svaraði því […]