Framsetningin hefði mátt vera skýrari

Fram kemur í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar að gjaldskráin sem er á heimsíðunni gildir eingöngu fyrir fyrirtæki ekki íbúa. Vestmannaeyjabær hefur ekki verið með sérstaka íbúagjaldskrá enda hafa íbúar ekki greitt fyrir að henda sorpi á móttökustöð en nú þarf að breyta því eins og áður hefur komið fram. Á næsta fundi framkvæmda- og hafnarráðs […]
Ísfélag áfram bakhjarl ÍBV

ÍBV-íþróttafélag og Ísfélag hf. undirrituðu, síðasta föstudag, samning um áframhaldandi samstarf. Samningur þessi gildir út árið 2026. Um áraraðir hefur Ísfélagið stutt ötullega við bakið á ÍBV og á næstu árum verður engin breyting þar á. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir ÍBV-íþróttafélag að einn af máttarstólpum atvinnulífs Vestmannaeyja styrki félagið af slíkum myndarskap. Ísfélagið leggur […]
Vonast til að geta haldið loðnuleit áfram í kvöld

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við fiskifréttir að tvö af skipunum í yfirstandandi loðnuleitarleiðangri hafi þurft að gera hlé á rannsókninni vegna veðurs. Þetta eru Heimaey VE og Polar Ammassak sem eru nú við Ísafjörð. „Vonandi komast þeir út í kvöld eða með morgninum. Planið er að þeir haldi áfram í kantinum […]
Sjó úr borholu breytt hið fínasta drykkjarvatn

Sjóhreinsivél Vinnslustöðvarinnar var tengd og tekin í gagnið fyrir helgi. Samskonar græja verður ræst hjá Ísfélaginu núna eftir helgina. Willum Andersen, tæknilegur framkvæmdastjóri VSV, og Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs VSV, skáluðu í fyrstu sopunum og mæltu mjög með þessum hreinsaða sjó til drykkjar. Framkvæmdastjóri VSV, Sigurgeir B. Kristgeirsson, játaði fúslega að hafa verið býsna efins um að […]
Karlarnir í fjögurra liða úrslit

Eftir heldur brokkgenga byrjun ÍBV eftir jólafrí, bæði í meistaraflokki karla og kvenna í Olísdeildinni náðu karlarnir góðum spretti í dag. Eru komnir í undanúrslit í bikarnum eftir sjö marka sigur á Aftureldingu á heimavelli, 34:27. Staðan í hálfleik var 15:14. Þar með eru Eyjamenn komnir í fjögurra liða úrslit bikarsins sem fer fram í […]
Allt undir í dag

ÍBV og Afturelding mætast í átta liða úrslitum Poweraid-bikarsins í handbolta í dag. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en í boði er sæti í undanúrslitum bikarsins í Laugardalshöll. Fyrri leik liðana í vetur lauk með jafntefli og því má búast við hörku leik í dag. ÍBV ætlar að standa fyrir upphitun fyrir leik. […]
Eldgamall og hraustur fjárstofn

Guðni Einarsson ritar: Um 640-650 fullorðnar sauðkindur voru í Vestmannaeyjum þegar eldgosið hófst þann 23. janúar 1973. Af þeim voru um 50 í útigangi í úteyjum, að sögn Sveins Runólfssonar, fyrrverandi landgræðslustjóra. Féð á Heimaey var flutt í Gunnarsholt á Rangárvöllum þar sem því var haldið í einangrun. Fjárstofninn í Vestmannaeyjum var talinn mjög hreinn […]
Sjó breytt í fyrsta flokks drykkjarvatn

Vinnslustöðin festi í desember kaup á þremur gámum með hollenskum tæknibúnaði sem breytir sjó í drykkjarvatn. Fyrsta eingingin var gangsett á laugardaginn hjá Vinnslustöðinni. Gekk það að óskum og smakkaðist vatnið mjög vel. Sjó er dælt úr borholum í gegnum öflugt síukerfi sem eingöngu hleypir í gegnum sig vatnssameindinni H2O. Með öðrum orðum breytist sjór […]
Eftir höfðinu dansa limirnir

Hallgrímur Steinsson og Daði Pálsson eru að miklu leyti drifkrafturinn og ástæða fyrir velgengni hjá Laxey. Það er samdóma álit þeirra sem vinna sem næst þeim að þeirra samstarf virkar. Þó þeir séu ólíkir. Annar á til að hugsa mjög mikið og mjög djúpt, hinn aðeins minna en vill gera hlutina aðeins hraðar, helst byrja […]
VSV – Blótað til heiðurs fyrrverandi starfsfólki

„Það var hörkumæting á blótið í ár. Við vorum um sextíu saman komin, mættum klukkan sex og vorum að fram yfir klukkan níu. Mjög vel heppnað og afar þakklátir gestir sem kvöddust að teitinu loknu,“ segir Þór Vilhjálmsson um þorrablót Vinnslustöðvarinnar til heiðurs fyrrverandi starfsmönnum sínum og mökum þeirra að kvöldi fimmtudags 8. febrúar. Þór sinnir mikilvægu […]