Kjarasamningur sjómanna og SFS undirritaður

Nýr kjarasamningur á milli Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) verður undirritaður í dag í húsnæði Ríkissáttasemjara. Samningar á milli aðila hafa verið lausir frá árinu 2019. Árið 2023 var nýr kjarasamningur felldur í atkvæðagreiðslu sjómanna. Samningaviðræður um nýjan samning hafa staðið yfir síðustu mánuði. Í þeim viðræðum var lögð mikil áhersla á […]

Áhugaverðum hafrannsóknum stýrt frá Vestmannaeyjum

Næsta sumar verða Vestmannaeyjar miðstöð umfangsmikilla rannsókna í hafinu suður af Eyjum. Ætlunin er að nota fjarstýrða kafbáta hlaðna hátæknibúnaði sem eiga að taka margskonar sýni úr sjónum og greina þau um leið. Bátarnir þurfa að koma upp á yfirborðið einu sinni á sólarhring til að senda gögn í gegn um gervihnött til rannsóknaskips á […]

Kanna dýpið og Álfsnes á leiðinni

Dýpi í Landeyjahöfn kemur til með að vera mælt í hádeginu í dag og gert er ráð fyrir að fá niðurstöður mælinga fljótlega eftir hádegi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Herjólfur sendi frá sér í morgunn. Þar kemur einnig fram að Álfsnes er nú á leið til Landeyjahafnar og er útlit til dýpkunar gott […]

Fengu 348 fyrirspurnir frá einum einstaklingi

Fyrirspurnir til Vestmannaeyjabæjar 2023 voru til umræðu á fundi bæjarráðs í vikunni sem leið. Fjöldi formlegra fyrirspurna til Vestmannaeyjabæjar er varðar hin ýmsu mál sveitarfélagsins og félags í eigu þess var 348 á árinu 2023 og bárust þær frá einum einstaklingi. Sá tími sem fór í svara fyrirspurnunum jafngildir u.þ.b. hálfu stöðugildi starfsmanns allt árið. […]

Heilbrigðisþjónusta fyrir 12.000 manns í Afríku

„Þóra Hrönn Sig­ur­jóns­dótt­ir er bú­sett í Vest­manna­eyj­um og rek­ur heilsu­gæslu í Ku­bu­neh í Gamb­íu. Hún heim­sótti þorpið í fyrsta sinn árið 2018 og lík­ir upp­lif­un­inni við að ferðast aft­ur í tím­ann. Þrem­ur árum síðar var hún svo búin að taka við reksti heilsu­gæsl­unn­ar í Ku­bu­neh og opna sam­nefnda hringrás­ar­versl­un í Vest­manna­eyj­um til að fjár­magna rekst­ur­inn,“ […]

Mæta Haukum á útivelli

Karlaliðið leikur sinn fyrsta leik eftir EM pásu gegn Haukum á þeirra heimavelli. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gær en var frestað vegna truflana á samgöngum. ÍBV situr um þessar mudir í þriðja sæti deildarinnar en Haukar í því sjötta. Leikurinn hefst á Ásvöllum klukkan 16:00. (meira…)

Bæjarstjórn lýsir yfir verulegum vonbrigðum með stöðu dýpkunarmála

Umræða um samgöngumál fór fram á fundir bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar sem hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin […]

Fella niður ferðir í dag og fyrramálið

Tekin hefur verið ákvörðun að fella niður ferð Herjólfs seinnipartinn í dag sem og fyrri ferð á laugardag vegna hvassviðris og ölduhæðar. Farþegar sem áttu bókað í umræddar ferðir eru beðnir um að hafa samband við afgreiðslu Herjólfs, þ.e. Föstudag frá Vestmannaeyjum kl 16:00 og frá Þorlákshöfn kl 19:45 og Laugardag frá Vestmannaeyjum kl 07:00 […]

Vilja vinnubúðir á Lifró lóðinni

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa fór fram í lok síðasta mánaðar þar lá fyrir umsókn um leyfi fyrir vinnubúðum við Strandvegur 81-85 um er að ræða lóðina sem áður hýsti Lifrarsamlag Vestmannaeyja. Það er Vinnslustöðin hf. sem sækir um tímabundið leyfi fyrir starfsmannabúðum á lóð sinni Strandvegi 81-85, sótt er um leyfi til 3 ára í samræmi við […]

Suðvestanhríð brestur á um sunnan- og vestanvert landið

Veðurstofa hefur gefið út gular viðvaranir fyrir sunnan- og vestanvert landið í dag. Búast má við éljagangi og suðvestan hvassviðri allt frá Breiðafirði austur fyrir Hornafjörð. Suðvestanhríð brestur á um sunnan- og vestanvert landið í dag. Veðurstofa hefur gefið út gular viðvaranir sem taka gildi klukkan 9 fyrir Breiðafjarðarsvæðið, en klukkan 11 á Faxaflóa, Höfuðborgarsvæðinu, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.