Eyjaskokk og Vestmannaeyjabær í samstarf

Í tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar kemur fram að Vestmannaeyjabær og Eyjaskokk hafa gert með sér samstarfssamning vegna The Puffin Run og Vestmannaeyjahlaupsins og var hann undirritaður þann 30. apríl sl. af Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra, Sigmari Þresti Óskarssyn og Magnúsi Bragasyni, fulltúum Eyjaskokks. The Puffin Run er utanvegahlaup í byrjun maí í fallegu umhverfi Vestmannaeyja og […]
Víðförull bankamaður, menntaður í Suður-Kóreu, stýrir Marhólmum

„Víst er að ég er reynslunni ríkari eftir starf í Arionbanka á þremur stöðum á landinu en játa það fúslega að í mér blundaði alltaf að komast í sjávarútveginn til að taka þátt í því að skapa verðmæti fyrir kröfuharðan heimsmarkað sjávarafurða. „Ég horfði til ýmissa átta en þegar mér var bent á laust starf […]
HEIM Á NÝ – Tónlistarveisla til stuðnings Grindvíkingum

Það er flestum sameiginlegt að hafa samkennd og samúð með fólki, sem lífið hefur sett á hvolf. – Hugsum okkur fólkið í Grindavík, sem hefur valið sér þann frábæra stað til að búa á, byggt sér þar hús, eignast samfélag, staðið saman í blíðu og stríðu, og unað sér þar með vinum og fjölskyldum. – […]
Lena María sigurverari í stóru upplestrarkeppninni

Þrír nemendur úr 7. bekk GRV fóru á Hellu í gær og tóku þátt í Stóru upplestrarkeppninni fyrir hönd GRV. Þetta voru þau: Lena María Magnúsdóttir, Tómas Ingi Guðjónsson og Erla Hrönn Unnarsdóttir Lena María hreppti fyrsta sætið og óskum við henni hjartanlega til hamingju. (meira…)
Seinasta Aglow samvera vetrarins

Í dag þann 1. maí fáum við heimsókn frá Aglow konum í Garðabæ. Þær ætla að vera með okkur í bænagöngu og svo um kvöldið. Við komum saman við Landakirkju kl. 17.00 og leggjum af stað kl. 17.10 og göngum um bæinn og stoppum á nokkrum stöðum og biðjum. Um kl. 18.00 komum við upp […]
Stelpurnar komnar í sumarfrí

Nú er ljóst að kvennalið ÍBV í handbolta er komið í sumarfrí eftir að hafa tapað í þrígang fyrir Val í undanúrslitum. Þriðji og síðasti leikurinn fór fram í kvöld á Hlíðarenda og lauk 30:22. Enn liggur ekki fyrir hvort andstæðingur Vals verði Haukar eða Fram. Hugsanlega skýrist það á morgun þegar Framarar og Haukar […]
Herjólfur – Átta ferðir á dag í júlí og fram í ágúst

Megin tilgangur og markmið með rekstir Herjólfs ohf. er að bæta þjónustu við viðskiptavini félagsins og ekki síst samfélagið sjálft. Því hefur verið tekin ákvörðun um að bæta við áttundu ferðinni í siglingaráætlun skipsins á tímabilinu 1. júlí – 11. ágúst 2024. Með öflugri markaðssetningu og aukningu ferða hefur farþegum og bílum fjölgað mikið á […]
Endurnýja rúmlega 50 ára gamla lagnir

Það hefur ekki farið framhjá þeim sem hafa tekið bryggjurúnt síðustu daga töluvert hefur gengið á við smábátabryggjuna þar sem komin er skurður myndarleg grjóthrúga. Brynjar Ólafsson framkvæmdarstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar var ekki lengi að svara fyrirspurn Eyjafrétta um málið. “Það er verið að leggja nýjar fráveitulagnir frá Brattagarði yfir höfnina í land við […]
ÍBV dagur á 1. maí

Það verður nóg um að vera hjá ÍBV þann 1. maí. Þá fara fram sex keppnisleikir í Vestmannaeyjum í handbolta og fótbolta, leiktíma má sjá hér að neðan. Þórsvöllur 4.fl kvk kl 11:00 ÍBV1-Valur kl 12:30 ÍBV2-Valur Íþróttamiðstöðin 4.flokkur kk. kl: 12:00 ÍBV2-Grótta2 kl 13:30 ÍBV1-Haukar Hásteinsvöllur Meistaraflokkur kvenna kl 14:00 ÍBV-Afturelding Mjólkurbikarinn Pylsur, gos […]
Hanna fullkominn búnað í nýtt skip VSV

Slippurinn Akureyri sem framleiðir vinnslubúnað undir merkjum DNG by Slippurinn hefur gert hönnunarsamning við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og verkfræðistofuna Skipasýn. Samningurinn felst í því að Skipasýn, sem fer með hönnun 29 metra togskips fyrir Vinnslustöðina, hannar lest skipsins á þann hátt að hægt sé að koma fyrir 250-280 kera sjálfvirku flutningskerfi frá DNG by Slippurinn. […]