Íbúafundur um samgöngumál í Höllinni í kvöld

Í kvöld kl. 19:30 fer fram íbúafundur í Höllinni um samgöngumál í Vestmannaeyjum. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar stýrir fundinum. Hvetjum alla sem hafa tök á að mæta. Dagskrá fundar (meira…)
Stóra sviðið þakkar fyrir sig!

Eyjónleikarnir fóru fram í Eldborgarsal Hörpu á laugardagskvöld fyrir troðfullu húsi. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi önnur eins orka verið í þessum glæsilega sal og tónleikarnir tókust með miklum ágætum. Allir listamenn stóðu vel fyrir sínu og Eyjafólkið okkar var frábært. Sérstakar þakkir færum við Karla- og Kvennakórum Vestmannaeyja fyrir þeirra […]
Ríkur vilji að létta undir með Grindvíkingum

Umræða um náttúruhamfarir í Grindavík og afleiðingar þeirra fór fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku eftirfarandi bókun var samþykkt með níu samhljóða atkvæðum bæjarfulltrúa. Mikil óvissa ríkir um þróun mála í Grindavík eins og staðan er í dag og má gera ráð fyrir að svo verði áfram um einhvern tíma. Áríðandi er að leysa […]
Ágreiningur milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna

Tjón á neysluvatnslögn var til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Fram koma að ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á […]
KSÍ – Ingi Sig í formannsslaginn?

Fótbolti.is greinir frá því að Eyjamaðurinn og fyrrum leikmaður ÍBV í knattspyrnu, Ingi Sigurðsson sé að íhuga framboð til formanns KSÍ. Eins og komið hefur fram býður Vanda Sigurgeirsdóttir sig ekki fram til áframhaldandi formennsku á ársþingi KSÍ sem haldið verður þann 24. febrúar. Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ, og Þorvaldur Örlygsson hafa staðfest framboð. […]
Hitaveitan – Vestmannaeyjar í gapastokk orkupakkanna

„Fram til ársins 2010 var reksturinn í jafnvægi en frá sama ári hefur raforkukostnaðurinn til fjarvarmaveitunnar í Eyjum hækkað um 250%. Á sama tíma hefur gjaldskrá hitaveitunnar hækkað um 80% en milli 80% og 90% af útgjöldum fjarvarmaveitunnar eru orkukaupin,“ segir Ívar Atlason, Svæðisstjóri vatnssviðs Vestmannaeyjum við Eyjafréttir sem ræddu við hann í október sl. […]
Bæjarstjóri – Auknar niðurgreiðslur vegna húshitunar

„Bæjarráð Vestmannaeyja hefur mótmælt harðlega hækkunum á húshitunarkostnaði í Eyjum og óskað eftir skýringum hjá HS-veitum, Orkustofnun og orkumálaráðuneytinu. HS- veitur hafa sérleyfi og við íbúar getum bara skipt við það fyrirtæki þegar við kaupum varmaorku til húshitunar. Það er umhugsunarefni að varmadælustöðin virðist alls ekki skila neinni lækkun á gjaldskrá eins og lagt var upp […]
Funduðu með ráðherra um útivistartíma

Vinkonurnar Sara Rós Sindradóttir og Ingibjörg Emilía Sigþórsdóttir eru 10 ára. Þær eru duglegar að taka sér hin ýmsu verk fyrir hendur. Þeim finnst skemmtilegt að fara í sund og út að leika sér á kvöldin. Þær hafa þó báðar lent í því að vera vísað upp úr sundi klukkan hálf átta eða verið meinaður […]
Marý veittur þakklætisvottur

Hugljúf athöfn fór fram við lok messu síðastliðinn sunnudag í Landakirkju þegar Marý Njálsdóttur var veittur þakklætisvottur fyrir störf sín fyrir Landakirkju. Marý starfaði lengi með kór Landakirkju og hún var einnig meðlimur í kvenfélaginu en auk þess sem hún hefur haft umsjón með altari kirkjunnar. „Marý var ekki nema 14 ára þegar hún byrjaði […]
Drífa framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs

Bæjarstjórn Vestmannaeyja staðfesti í gær tillögu bæjarráðs Vestmannaeyja um ráðningu Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs. Þetta kemur fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar. Drífa skiptir um stól því fyrir var hún fræðslufulltrúi og framkvæmdastjóri fjölskyldu og fræðslusviðs. Um Drífu segir: Drífa lauk diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands, áður hafði hún lokið B.Ed. […]