Hljómsveitin og lögin úr “Með allt á hreinu” tengjast hátíðinni órjúfanlegum böndum.
Stuðmenn, hljómsveit allra landsmanna, verður meðal þeirra sem koma fram á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Saga Stuðmanna er að mörgu leyti samofin sögu Þjóðhátíðar en lokakafli vinsælustu kvikmyndar Íslandssögunnar „Með allt á hreinu“ var að mestu leyti tekin upp á Þjóðhátíð árið 1982. Kvikmyndin sem er nánast eins og þjóðareign er sýnd á RÚV 17. júní hvert einasta ár. Lögin úr myndinni tengjast þannig Þjóðhátíð órjúfanlegum böndum.
Fjórum árum eftir að „Með allt á hreinu“ var frumsýnd sneru Stuðmenn aftur á Þjóðhátíð en það ár voru öll fyrri aðsóknarmet slegin og fór fjöldin úr 3500 í um það bil 10.000. Þannig var tónninn settur að þeirri Þjóðhátíð sem flestir þekkja í dag sem hin risavaxna tónlistarhátíð sem hún er. Nú sigla Stuðmenn til Eyja á laugardag ásamt fríðu föruneyti og skemmta um kvöldið og spurningin sem brennur á allra vörum er hvort Einsi Kaldi sé „búinn að tjalda við hliðina á þér?“
Þrjátíu og átta ára gömul fegurðardrottning
Hljómsveitin sendi frá sér nýtt lag núna í júlí sem er byggt á gömlum grunni og sérstakur gestur hljómsveitarinnar í því lagi er Patr!k Atlason eða Prettyboitjokkó. Lagið var frumflutt á Kótelettunni á Selfossi fyrir tveimur vikum og er farið að heyrast útvarpsstöðvum landsins. Fegurðardrottning sem fyrst var gefið út árið 1986. Endurgerðina unnu Stuðmenn í samstarfi við upptökustjórann Ásgeir Orra Ásgeirsson og eins og kom fram hér að ofan er PBT sérstakur gestur í laginu.
Hér má hlusta á lagið.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst