Sölusýning í kvöld

Björgunarfélag Vestmannaeyja hefur opnað flugeldasöluna við Faxastíg og fyrir netsölu, https://eyjar.flugeldar.is. Þar er hægt að skoða það sem er á boðstólum og panta á netinu og svo sækja vörurnar í verslun við Faxastíg. Verslun við Faxastíg verður opin:29.12. 13-2230.12. 10-2231.12. 09-16 Í kvöld ætlar BV að vera með sölusýningu kl. 20:00, við húsnæði félagsins við […]
Aðventublað Fyrir Heimaey 2023

Aðventublað bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey er komið út. Í blaðinu er efni frá Páli Magnússyni og Írisi Róbertsdóttur. Hægt er að lesa blaðið hér. (meira…)
YFIRLÝSING FRAMKVÆMDASTJÓRA VSV VEGNA ÁLYKTUNAR VERÐANDA

Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu í tilefni þess að stjórn og aðalfundur Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda samþykkti að lýsa yfir „vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvarinnar“ vegna starfsloka skipstjórnarmanna á Hugin VE-55. Framkvæmdastjórinn vill koma eftirfarandi á framfæri að gefnu þessu tilefni: 1. Skoðun Vinnslustöðvarinnar á upptökum úr […]
Flugeldabingó í dag

Hið árlega flugeldabingó ÍBV fer fram í dag. Bingóið á sér töluvert langa sögu og hefur fest sig í sessi sem einn af þeim viðburðum sem Eyjamenn sækja yfir jólahátíðina. “Bingóið verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum og þökkum þeim hjá kátt í höllinni fyrir að lána okkur höllina. Húsið opnar klukkan 19:30 og svo hefjast […]
Saga af streng (myndband)

Landsnet birti skemmtilegt myndband af viðgerðinni á Vestmannaeyjastrengnum á facebook síðu sinni. Þar segir, “Árið 2023 byrjaði með hvelli, veðurviðvörunum og óvæntri bilun á Vestmanneyjastreng 3 og ljóst varð að fram undan yrði löng og umfangsmikil viðgerð þar sem við þurftum að hugsa út fyrir boxið. Allar hugmyndir voru góða hugmyndir og ein þeirra, að […]
Landeyjahöfn seinni partinn í dag

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag á háflóði. Brottför frá Vestmannaeyjum er kl. 17:00 og brottför frá Landeyjahöfn kl. 18:30, áður kl. 20:45. Á morgun, fimmtudaginn 28.desember gefur öldu-og sjólagsspá því miður til kynna að sigla þarf til Þorlákshafnar á morgun fimmtudag. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. […]
Vegið að starfsöryggi og heiðri félagsmanna

„Aðalfundur og stjórn Skipstjóra og stýrimannafélagsins Verðandi, mótmælir harðlega og lýsir yfir vanþóknun á hendur framkvæmdastjóra og hluta stjórnar Vinnslustöðvar, vegna fordæmalauss brottrekstrar skipstjórnarmanna á Huginn VE 55,“ segir í ályktun sem félagið sendi frá sér. „Teljum við að með þessum hætti, sé vegið að mönnum og þeim refsað áður en til sjóprófa og dóma […]
Jólaveður eins og best getur orðið

Á meðan stríðir vindar blása fyrir vestan og norðan hefur jólaveðrið í Vestmannaeyjum verið eins og best verður á kosið. Bjart, hægur vindur, nokkuð kalt en engan snjó að sjá. Jólaskreytingar prýða bæinn og við höfnina skarta lítil skip og stór jólaljósum sem speglast í nánast sléttum sjó. Vel þess virði að aka eða labba […]
Hátíðleg stund og viðeigandi

Það er siður margra að vitja látinna ættingja á jólum í kirkjugörðum landsins. Ekki síst á aðfangadegi jóla og í góðu veðri eins og í gær er fjölmenni. Já, veðrið í Eyjum í gær var einstaklega gott, bjart, hægur vindur, nokkuð kalt en auð jörð. Prestar Landakirkju hafa í mörg ár verið með helgistund í […]
HS Veitur – Ekki okkar mál

Á síðasta fundi bæjarráðs voru rædd samskipti milli HS Veitna og Vestmannaeyjabæjar vegna viðbragða við skemmdum á neysluvatnslögninni. Segir í fundargerð að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir strax næsta sumar sem byggðar eru á ráðleggingum sérfæðinga til að tryggja lögnina. Bæjarráð leggur mikla áherslu á að HS-veitur taki ákvörðun og fari að undirbúa þær aðgerðir […]