Flug til Vestmannaeyja og Húsavíkur boðið út næsta vetur

Flug verður styrkt yfir vetrarmánuðina desember til og með febrúar: Flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja yfir vetrarmánuðina desember til febrúarloka verður boðið út fyrir næsta vetur. Þess misskilning hefur gætt að halda ætti út ríkisstyrktu flugi á heilsársgrundvelli. Það hefur ekki staðið til en sú nýjung að styrkja flug yfir þessa vetrar mánuði hefur verið […]

Ný stjórn kjörin hjá kjördæmafélagi Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi kjördæmafélags Miðflokksins í Suðurkjördæmi laugardaginn 23. mars sl.. Formaður var kjörin Patience A. Karlsson, varaformaður Tómas Ellert Tómasson, gjaldkeri Guðrún Kr. Jóhannsdóttir. Aðrir stjórnarmenn Guðni Hjörleifsson og Friðrik Ólafsson. Varamenn Elís Anton Sigurðsson og Eggert Sigurbergsson. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa óskaði Sigmundur Davíð formaður flokksins nýjum formanni og nýrri stjórn […]

Lækkun vaxta og verðbólgu mesta kjarabótin

„Þessir samningar snúast fyrst og fremst um að gera fjárhagsstöðu barnafjölskyldna og láglaunahópa bærilegri. Einnig þeirra sem eru með klafa húsnæðislána á bakinu með þeirri vaxtabyrði og verðbótum sem fylgja þeim. Ef allar forsendur ganga upp batnar hagur flestra um tugi þúsunda á mánuði þó minnst af því komi í gegnum beinar launahækkanir. Framundan er […]

Pétur Óskarsson nýr formaður SAF

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2024 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 21. mars. Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára ásamt því að kjörinn var formaður. Á fundinum var Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf., kjörinn formaður SAF til næstu tveggja ára. Tekur Pétur […]

Samningur við Mýflug rennur út um mánaðamótin

Vegagerðin hefur tekið ákvörðun um að samningar við Mýflug/Flugfélagið Erni um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja verði ekki framlengdir. Félögin munu fljúga sitt síðasta flug til Húsavíkur þann  1. apríl nk. Ernir hóf áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012 og hefur félagið þannig haldið þessari loftbrú gangandi í tæp 12 á, síðustu […]

Lítið af loðnu í þorskmögum í togararallinu

Árlegu togararalli Hafrannsóknastofnunar í marsmánuði er lokið. Fjögur skip mældu á 580 fyrirfram gefnum rannsóknastöðvum hringinn í landið, þar af voru 154 stöðvar á könnu Breka VE suður af og suðaustur af landinu. Kastað var og veitt á öllum stöðum allt niður á 500 metra dýpi, fiskurinn kannaður, veginn og metinn á alla kanta og […]

Óbyggðamálið alfarið í höndum ráðherra

Óbyggðanefnd svarar beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra um endurskoðun ákvörðunar nefndarinnar um tilhögun málsmeðferðar á svæði 12, eyjar og sker í bréfi þann 22. febrúar. Þar er áréttað af framgangur málsins er alfarið í höndum ráðherra. Vísað er til bréfs fjármála- og efnahagsráðherra til óbyggðanefndar 16. febrúar 2024 þar sem þess er […]

Einar ráðinn skólastjóri Barnaskóla Vestmannaeyja

Vestmannaeyjabær hefur valið Einar Gunnarsson í stöðu skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja. Tveir umsækjendur voru um stöðuna en annar dró umsókn sína til baka, segir í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ. Einar Gunnarsson. Einar lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á stærðfræði og landafræði árið 2002 frá Kennaraháskóla Íslands og þar með leyfisbréfi sem grunnskólakennari. Hann hefur auk […]

Íris bæjarstjóri – Áfallaárið 2023

Margt gekk á árið 2023. Fyrsta áfallið var þegar rafstrengurinn milli lands og Eyja skemmdist alvarlega og loðnuvertíð framundan. Íris segir að alvarleg rafmagnsbilun árið 2020 hafi líka haft áhrif. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ýtarlegu viðtali við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra í nýjasta blaði Eyjafrétta. „Sællar minningar var ekki loðnuvertíð það árið […]

Rekstur Vestmannaeyjabæjar jákvæður um 564 milljónir

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og B hluta) var jákvæð um rúmar 564 m.kr. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.