Það er útlit fyrir sól á nær öllu landinu á morgun, mánudag. Eftir þungbæra daga í Eyjum þykja þessi tíðindi bæði fréttnæm og kærkomin. Þá er bara að vona að spáin standist og að sú gula láti sjá sig.
Í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands er talað um tiltölulega hægan vind á morgun og bjart og hlýtt veður í flestum landshlutum þegar líður á morguninn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst