Greiðsluþátttaka við ferðakostnað innanlands eykst

Á heimasíðu Stjórnarráðsins kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggðra og aðstandenda þeirra innanlands aukið rétt þeirra til endurgreiðslu ferðakostnaðar. Hingað til hafa sjúkratryggingar tekið þátt í kostnaði við tvær ferðir á ári en með breytingunni fjölgar þeim í þrjár. Þetta á við um nauðsynlegar ferðir þar […]
Gjöf frá okkur til ykkar

Jólahvísl 2023 verður á sínum stað í sjöunda skiptið í kvöld kl 20:00 – ATH FRÍTT INN – „Það verður að viðurkennast að þetta er eitt þeirra verkefna sem ég er langstoltastur af að vera þátttakandi í ár hvert,“ segir Helgi Rasmussen Tórzhmar á FB-síðu sinni. „Þetta er krefjandi en að sama skapi mjög gefandi […]
17 fjölskyldur í Vestmannaeyjum fá matarúttekt frá Krónunni fyrir jólin

Krónan hefur afhent Styrktarsjóði Landakirkju 17 gjafakort sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni. Þá bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti. Viðskiptavinir Krónunnar í Vestmannaeyjum, ásamt Krónunni söfnuðu alls 340 þúsund krónum en samtals söfnuðust 12 milljónir […]
Styrkja kvennaathvarf

Fjölskyldu- og tómstundaráð Vestmannaeyja tók fyrir á fundi sínum í vikunni sem leið tvær styrkumsóknir borist höfðu. Önnur þeirra var frá Samtökum um kvennaathvarf sem óskaði eftir rekstrarstyrk fyrir árin 2023 og 2024. Ráðið samþykkti 160.000 kr styrk. Einnig var tekin fyrir styrkumsókn frá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Í afgreiðslu ráðsins segir […]
Stjörnuleikurinn fer fram í dag

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringja inn jólin í dag klukkan 18:00 í íþróttamiðstöðinni, þegar stærsti handboltaleikur ársins fer fram. Það eru leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Það verður öllu tjaldað til í ár. Allur ágóði […]
Verkferlar varðandi snjómokstur

Á fundi framkvæmda – og hafnarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var snjómokstur tekinn fyrir. Framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kynnti vinnu vegna endurbóta verkferla við snjómokstur eins og honum var falið á 284. fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 12.01.2023. (meira…)
Opinn fyrirlestur fyrir eldri borgara

Janus býður öllum eldri borgurum á fyrirlestur í dag þriðjudaginn 19. desember kl 16:30 í Akóges. Guðný Stella öldrunarlæknir ætlar að vera með fyrirlestur um tengsl þjálfunar og lyfja. (meira…)
Sorpgjöld hækka um 4,3%

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyja í síðustu viku var samþykkt hækkun á gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs í Vestmannaeyjum fyrir árið 2024. Hækkun er 4,5% fyrir móttöku og urðunargjöld á móttökustöð. Ráðið sagði gjaldskrána í samræmi við kröfur ríkisins um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald […]
Barnaskóli og Hamarsskóli verði sjálfstæðir

Á síðasta fundi tók fræðsluráð Vestmannaeyja fyrir niðurstöðu starfshóps um starfsemi Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) sem leggur til að GRV verði framvegis tvær rekstrareiningar með sinn hvorum skólastjóranum í annars óbreyttri mynd. Hamarsskóli verði yngsta stigs skóli og Barnaskóli sem miðstigs- og efstastigs skóli, frá og með haustinu 2024. „Lagt er til við fræðsluráð að myndaður […]
Orkusalan ódýrust í rafmagni

Nýverið ákvað Vestmannaeyjabær að leita eftir verðtilboðum í raforkukaup hjá öllum þeim sem bjóða orku til sölu. Alls bárust þrjú tilboð, þ.e. frá N1, Hs Orku og Orkusölunni. Mat á tilboðum liggur fyrir frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og leggur hann til að lægsta tilboði verði tekið en um er að ræða 4,7% lækkun m.v. […]