Herjólfur flutti 68.094 farþega í júní sem er 539 farþegum minna en fluttir voru í júní árið áður, segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs.
Hann segir jafnframt að fluttir hafa verið 181.702 farþegar fyrstu sex mánuði ársins sem er 3% aukning frá árinu áður.
„Átta ferða siglingaáætlun hófst 1. júlí og hefur gengið vel að sigla og tímaáætlanir staðist vel. Góðir flutningar voru með ferjunni um goslokahelgina en júlí fer engu að síður aðeins hægar af stað en sá mánuður gerði í fyrra.” segir Hörður að endingu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst