Enginn kynjamismunur, 91% lesa og skilja texta
10. júlí, 2024
IMG 2032
Börnin að lesa. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Verðskuldað hefur verkefnið, Kveikjum neistann , í Grunnskóla Vestmannaeyja vakið heimsathygli. Því var hleypt af stokkunum haustið 2021 og nú eru nemendur 3. bekkjar sem hófu vegferðina að ljúka sínu 3. skólaári. Er árangur þeirra einstakur og sama má segja um bekkina tvo sem á eftir koma.  Ljós í myrkrinu eftir birtingu skýrslu eyjamannsins, Tryggva Hjaltasonar sem leiddi m.a. í ljós að helmingur drengja á Íslandi útskrifast úr grunnskóla án þess að geta lesið sér til gagns. Þessar niðurstöður hafa m.a. komið fram í PISA könnunum og Tryggvi tók saman í skýrslunni sinni.

Þess vegna er árangur GRV athyglisverður. „3. bekkur er rannsóknarhópur Kveikjum neistann verkefnisins og niðurstöður í þeim árgangi hafa verið mjög góðar. Eftir lok þriðja bekkjar geta 91% nemenda lesið og skilið texta. Engin kynjamismunur er, 91% stúlkna og 91% drengja náðu að lesa og skilja texta. Niðurstöður í 1. og 2. bekk eru einnig góðar og standast þau markmið og væntingar sem GRV hefur til verkefnisins,“ segir Anna Rós Hallgrímsdóttir, skólastjóri GRV.

Markmið verkefnisins er að bæta líðan, bæta árangur og efla áhugahvöt og byggir á kenningum fremstu vísindamanna um nám, færniþróun, áhugahvata og mikilvægi hreyfingar. „Verkefnið hefur vakið heimsathygli og fremsti vísindamaður heims innan heila og færni, Stanislas Dehaene, prófessor talar mjög vel um verkefnið á X (Twitter),“ segir Hermundur Sigmundsson, prófessor einn hvatamanna verkefnisins. Hann hefur skrifað bók um verkefnið, How we learn and become experts. Igniting the spark. Bókin verður gefin út af einu virtasta bókarforlagi heims, Springer Nature.

„Rannsóknarniðurstöður hafa þegar verið birtar í þremur vísindagreinum, tvær hafa verið sendar til vísindatímarita og tvær eru í vinnslu. Einnig hafa birst fjöldi pistla í blöðum hér á landi um verkefnið, bæði um það sjálft og fræðin sem það byggir á,“ segir Hermundur.

 

 

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst