Blásið til sóknar gegn lús

Þegar skólar byrja á haustin hefst baráttan við lúsina sem hefur stungið sér niður í unga kolla undanfarin ár. Tilfelli eru mismörg á milli ára en flest voru í Grunn­skóla Vestmannaeyja í fyrra, alls 38 tilfelli. Sum árin finnst engin lús. Ýmislegt hefur verið reynt til að losna við þessa óværu en með misjöfnum árangri. […]

Smá meira tilfinningaklám!

Senn líður að lokun undirskriftarsönunar á vefsíðunni lending.is, þar sem skrifað er undir kröfu um að landsmenn fái að halda óskertri flugstarfsemi í Vatnsmýrinni um ókomna tíð. Tilefnið er sú ætlan borgaryfirvalda að svipta okkur þessari perlu sem Reykjavíkurflugvöllur er, sbr. nýtt aðalskipulag borgarinnar sem nú er í auglýsingaferli. Þar með rofnar sú tenging við […]

Fyrirlestur Stjörnufræðifélagsins í kvöld

Í kvöld kl. 19.30 stendur Stjörnufræðifélag Vestmannaeyja fyrir komu hins geðþekka formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, Sævars Helga Bragasonar og verður opinn fyrirlestur í Safnahúsinu, sem hefst kl. 19.30. (meira…)

29 stig í húsi eftir sigur á Stjörnunni

Hann var kærkominn, sigur ÍBV liðsins á Stjörnunni í dag og verðskuldaður. Erfiður, blautur og þungur völlur í hvössum vindi setti mark sitt á leikinn, en mörkin urðu hinsvegar fá, eða aðeins eitt og það kom eftir að venjulegum leiktíma var lokið. Ian Jeffs átti þá skallabolta sem lá í netinu. Þessi annars fallegi völlur, […]

Veitir nokkuð af svona skipi?

Sigurður Jónsson fyrrverandi bæjarfulltrúi hér í Eyjum vill hugsa stórt í samgöngumálum Vestmannaeyja. Á facebooksíðu sinni segir hann: „ Nú þarf að hugsa til framtíðar. Alveg er ég viss um að svona skip væri flott til að sigla milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Kannski þarf eitthvað smávegis að lagfæra Landeyjahöfn til að taka inn skipið. Það […]

87,2 prósent sjálfstæðismanna í Reykjavík

Samkvæmt könnun MMR fyrir Hjartað í Vatnsmýri eru 87,2 prósent sjálfstæðismanna í Reykjavík fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri. Stuðningur skiptist svo eftir flokkum: (meira…)

Rok, ölvun, hávaði og nefbrot

Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina en töluvert var um útköll vegna veðurofsans sem gekk yfir landið um helgina. Þó nokkur útköll voru vegna lausamuna sem voru að fjúka og eins var eitthvað um að þök og klæðningar voru að losna. (meira…)

Vélakeyrsla vegna tengivinnu

Vegna tengivinnu hjá Landsneti á nýjum sæstreng á milli lands og Eyja verður að framleiða rafmagn með ljósavélum HS Veitna n.k. mánudag kl. 12:00 á hádegi til miðnættis. Á þessu tímabili eru rafmagnsnotendur hvattir til að spara rafmagn eins og þeir mögulega geta. (meira…)

Fávitar í Vestmannaeyjum

Á bloggsíðu Jónasar Kristjánssonar, fyrrverandi ritstjóra DV, er að finna pistil þar sem hann segir sína skoðun á Agli Gillzenegger og hnýtir í leiðinni í Vestmannaeyinga og Reyknesinga. „Ég hef engan áhuga á, hvort Egill Gillz fer í trekant eða ekki, hef aldrei ritað um þessi dómsmál hans. Hins vegar hef ég um tíðina fylgzt […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.