Herjólfur siglir

Eftir erfiðleika Herjólfs að sigla til Landeyjahafnar seinnipartinn í gær og í morgun, hefur brottför verið ákveðin frá Eyjum kl. 12.30 og frá Landeyjahöfn kl. 13.00. Í þetta sinn var það ekki ölduhæðin sem var til vandræða heldur miklir straumar og fárviðri. (meira…)
Sighvatur slapp með skrekkinn

Sighvatur Jónsson, fréttaritari RÚV í Vestmannaeyjum slapp með skrekkinn þegar hann var að mynda björgunarsveitarmenn að störfum á Hásteinsvelli þar sem auglýsingaskilti voru að fjúka í rokinu í dag. Á einum tímapunkti fauk auglýsingaskilti á Sighvat þegar hann var að mynda en sauma þurfti sex spor til að loka skurði á höfði fréttaritarans. Auk þess […]
Hásteinsvöllur eitt drullusvað

Það er tekið að hausta hér á landi og er það farið að bitna á einhverjum af knattspyrnuvöllum landsins. Hásteinsvöllur í Vestmannaeyjum lítur sérstaklega illa út þessa stundina eftir rigningu síðustu daga. Eins og sjá má á myndinni hér til hliðar er miðsvæði vallarins nú orðið að algjörum drullupytti, en svæðið var þegar orðið ljótt […]
Silfrið rann ÍBV úr greipum

ÍBV endaði Íslandsmótið í þriðja sæti í ár. Liðið var í öðru sæti fyrir síðustu umferðina en þurfti sigur gegn Íslandsmeisturum síðasta árs, Þór/KA fyrir norðan til að halda sætinu. Þór/KA hafði hins vegar betur, 3:1 en á sama tíma vann Valur Selfoss á heimavelli 4:0 og skaust um leið upp fyrir ÍBV. Þrátt fyrir […]
Enska liðið Portsmouth skuldar ÍBV félögunum Hemma og David

Samkvæmt frétt á vefsíðu enska blaðsins The Sun hefur gamla félagslið þeirra félaga David James og Hermanns Hreiðarssonar ekki staðið við sitt varðandi launagreiðslur til þeirra sem og annarra liðsmanna þeirra. Samkvæmt frétt The Sun á Hermann inni hjá félaginu um 8 milljónir króna og David James um 28 milljónir króna. (meira…)
Forsætisráðherra hvetur til sátta milli landsbyggðar og höfuðborgar

„Það er þó eitt grunnstef í umræðunni varðandi lífskjör og tækifæri á Íslandi sem virðist lítið breytast, illu heilli. Þ.e. landsbyggðin „versus“ höfuðborgarsvæðið. Það er grunnstefið sem litað hefur stóran hluta stjórnmálaumræðu síðustu aldar og klofið þjóðina of oft bæði í hugsun og orði í „við“ og „þið“. “ (meira…)
Seiglusigur í Laugardalnum

3 stig féllu í hlut ÍBV í kvöld, þegar liðið lagði Fram á Laugardalsvellinum. Gegn gangi leiksins skoraði Matt Garner eftir um 30 mínútna leik. Markskot hans fór í Halldór Arnarssonar Framara og breytti við það um stefnu og í marknetið fór boltinn. Þar við sat og ÍBV vann 1-0. Einskonar seiglusigur, stigin góð og […]
Yfirgnæfandi meirihluti vill flugvöll áfram í Vatnsmýri

Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna er hlynntur eða mjög hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýri, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Meirihluti er þessarar skoðunar óháð aldri, tekjum, búsetu og menntun. (meira…)
Innanfélagsmótið verður á morgun, laugardag

Á morgun, laugardaginn 14. sept. VERÐUR LOKSINS haldið innanfélagsmót Sjóve. Róið verður frá smábátahöfninni kl 8, mæting hálf tíma fyrr. Þátttökugjald kr, 5000 allir velkomnir. Nánari upplýsingar og skráning í síma: (meira…)
Sýnir svart á hvítu hvað þessi höfn er háð veðri

Talverð umræða hefur skapast eftir viðtöl Eyjafrétta við fjóra skipstjóra í Vestmannaeyjum, þar sem þeir lýsa skoðunum sínum á Landeyjahöfn og skipinu sem fyrirhugað er að smíða til siglinga þangað. Í gær féllu niður allar ferðir Herjólfs vegna ölduhæðar, en ekki siglt í Þorlákshöfn í staðinn, er slíkt ásættanlegt fyrir okkur og hver er ástæðan. […]