Fallegur dagur í Eyjum

Halldór Halldórsson leitar gjarnan út í náttúruna eftir hugarró. Um síðustu helgi fór hann inn í Herjólfsdal og endurupplifði Þjóðhátíðina, kleif Dalfjallið og gekk Eggjarnar og naut útsýnsins, sem var ekki amalegt þennan fallega haustdag. Afrakstur ferðarinnar er þetta myndband og undir myndbandinu er spiluð ljúf tónlist. (meira…)

Allar ferðir Herjólfs falla niður í dag

Síðasta ferð Herjólfs hefur verið slegin af í dag vegna öldugangs við hafnarmynnið í Landeyjahöfn. Ekkert hefur því verið siglt milli lands og Eyja í dag. Margir spyrja sig; hversvegna var ekki siglt til Þorlákshafnar í dag, þegar fyrir lá ölduspá fyrir daginn sem gaf til kynna að ekki yrði siglt í Landeyjahöfn. (meira…)

Nýrnasjúkir vilja Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni

Félag nýrnasjúkra hefur sent frá tilkynningu þar sem félagið skorar á stjórnvöld að hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er. Í tilkynningu frá þeim segir: „Þar sem nýrnasjúkir sækja alla sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur á Landspítalann skiptir flugvöllurinn miklu máli. (meira…)

Sportittlingar koma við í Eyjum

Undanfarna daga hafa sést nokkrir sportittlingar á Heimaey. Líklega eru þetta austur grænlenskir varpfuglar á leið til vetrarstöðva í Evrópu og sjást þeir nánast árlega á Heimaey. Flestir sáust á Heimaey árið 2010 eins og sagt var frá hér en nánari upplýsingar um komur sportittlinga til landsins má sjá hér á The Icelandic Birding Pages”. […]

Eyjar mynda skjól fyrir Landeyjahöfn

Á vef Samgöngustofu (Siglingastofnunar) eru ýmsar fróðlegar upplýsingar. Þar er m.a. að finna kort sem uppfærist reglulega og er af skjólinu sem myndast við Landeyjahöfn, vegna Vestmannaeyja. Þetta er svo sem ekkert nýtt því Gísli Viggósson hjá Siglingastofnun hefur margsinnis sýnt fram á þetta. Ýmsir hafa þó orðið til að véfengja orð Gísla, og sagt […]

Vanræktum börnum fækkaði í Eyjum

Í skýrslu sem Barnaverndarstofa hefur gefið út, er að finna samanburð á fjölda tilkynninga til barnaverndarnefnda á landinu, fyrstu þrjá mánuði áranna 2012 og 2013. Þar kemur fram að tilkynningum til barnaverndarnefnda fjölgaði um 13% milli áranna og fleiri tilkynningar berast um drengi en stúlkur. Flestar eru tilkynningarnar eru um vanrækslu á börnum. Í Eyjum […]

Er Landeyjahöfn Barbiegræja?

Í blaðinu Eyjafréttir sem kom út í gær, er rætt við fjóra skipstjóra í Vestmannaeyjum og fengið álit þeirra á Landeyjahöfn og því skipi sem fyrirhugað er að smíða. Allir eru þeir dómharðir á höfnina telja hana ófullgerða, vorkenna skipstjórum Herjólfs að þurfa að sigla inn í Landeyjahöfn þegar eitthvað er að veðri og einn […]

Annar flokkur getur komist upp í A-deild

Annar flokkur karla getur með sigri í síðustu tveimur leikjum sínum, komist upp í A-deild Íslandsmótsins. Þar hefur ÍBV ekki verið í þessum aldursflokki svo lengi sem elstu menn muna en gengi flokksins hefur vaxið mjög undir stjórn enska þjálfarans Gregg Ryder. Báðir lokaleikirnir fara fram í Eyjum en á sunnudaginn klukkan 14:45 tekur ÍBV […]

Eyjakonur halda öðru sætinu

Kvennalið ÍBV heldur öðru sæti Pepsídeildarinnar eftir næst síðustu umferð Íslandsmótsins. ÍBV lagði í kvöld FH að velli en tæpari gat sigurinn varla orðið því Bryndís Jóhannesdóttir skoraði markið í uppbótartíma. Það er kannski kaldhæðni örlaganna að Bryndís hafi skorað markið því hún lék um árabil með FH áður en hún gekk á ný í […]

Furðulegur þankagangur í bakþönkum

„Hvort viltu að Sjón detti í sjóinn eða spili DJ sett á Húkkaraballinu? Hvort viltu að Hildur Lilliendahl fái leggangafullnægingu eða að allir strákar séu neyddir grátandi í kjóla? Hvort viltu að Brynjar Níelsson fái að hitta Skoppu og Skrítlu eða að krabbameinsjúkt barn fái Hlaðvarpastyrk? Hvort viltu að Grímur Gíslason fari á spítala með […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.