Er Landeyjahöfn Barbiegræja?
12. september, 2013
Í blaðinu Eyjafréttir sem kom út í gær, er rætt við fjóra skipstjóra í Vestmannaeyjum og fengið álit þeirra á Landeyjahöfn og því skipi sem fyrirhugað er að smíða. Allir eru þeir dómharðir á höfnina telja hana ófullgerða, vorkenna skipstjórum Herjólfs að þurfa að sigla inn í Landeyjahöfn þegar eitthvað er að veðri og einn þeirra telur höfnina vera Barbiegræju. Þeir telja réttara að tekinn verði tími í að gera höfnina klára áður en farið verði að huga að nýju skipi. Einn þeirra telur að minna skip til siglinga milli Eyja og lands þýði hnignun í Vestmannaeyjum næstu 20 árin.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst