Annar flokkur getur komist upp í A-deild
12. september, 2013
Annar flokkur karla getur með sigri í síðustu tveimur leikjum sínum, komist upp í A-deild Íslandsmótsins. Þar hefur ÍBV ekki verið í þessum aldursflokki svo lengi sem elstu menn muna en gengi flokksins hefur vaxið mjög undir stjórn enska þjálfarans Gregg Ryder. Báðir lokaleikirnir fara fram í Eyjum en á sunnudaginn klukkan 14:45 tekur ÍBV á móti Haukum. Þar mætast liðin í öðru og þriðja sæti B-deildar en Haukar eru í öðru sæti með 33 stig og búnir að spila leik meira, á meðan ÍBV er með 29 stig. Haukum dugir því jafntefli til að komast upp og gera vonir ÍBV að engu.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst