Svona hefurðu ekki séð blysin áður

Eitt mesta sjónarspil Þjóðhátíðar er þegar blysin eru tendruð eftir Brekkusönginn að miðnætti sunnudagsins. Blysin hafa verið mynduð frá öllum sjónarhornum, neðan frá, ofan frá og blysfarar sjálfir eru duglegir að mynda brekkuna fyrir neðan sig. Tómas Einarsson, ungur Eyjamaður fann þó nýtt sjónarhorn í ár. Hann flaug fjarstýrðri flugvél sinni inn í Dalinn og […]

Áhorfendamet Hásteinsvallar slegið

Áhorfendamet var sett á leik ÍBV og FH í dag þegar 3024 áhorfendur fylgdust með leiknum. Flestir áttu von á meiri áhorfendafjölda en áður enda leikurinn á laugardegi þjóðhátíðar og mikill fjöldi í Eyjum. Eftir því sem næst verður komist var fyrra áhorfendametið sett þegar ÍBV tók á móti KA 16. júní 2007, þegar liðin […]

FH sigraði ÍBV

Eyjamenn tóku á móti FH-ingum í dag. Leikurinn átti að fara fram næstkomandi miðvikudag en var flýtt vegna þátttöku FH í Evrópukeppninni. FH-ingar unnu leikinn í dag 2-1. Áhorfendamet var slegið á Hásteinsvelli, en 3024 áhorfendur lögðu leið sína á völlinn í dag. (meira…)

Nokkur erill hjá lögreglu í nótt

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt en Húkkaraballið var haldið í nótt. Fjögur fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt en lögreglan lagði hald á maríjúana, sem sagt var til eigin neyslu. Alls eru fíkniefnamálin orðin sex. Þá var lögreglu tilkynnt um mann sem væri með haglabyssu fyrir utan hús í […]

Fundu 30 grömm af maríjúana

Nú síðdegis í dag hafði lögreglan í Vestmannaeyjum afskipti af manni á þrítugsaldri í heimahúsi í bænum. Í framhaldi af þeim afskiptum heimilaði maðurinn leit í húsinu og fundust við þá leit tæp 30 grömm af maríjúana sem maðurinn sagði ætlað til eigin neyslu. (meira…)

�?jóðhátíð kynslóðanna

„Mamma… förum við ekki örugglega aftur á Þjóðhátíð á næsta ári?“ spurði tíu ára sonur minn í fyrra þegar enn logaði glatt á blysunum í Herjólfsdal að loknum brekkusöngnum. Þetta var loforð sem mamman átti auðvelt með að gefa: „Auðvitað förum við á Þjóðhátíð á næsta ári.“ Og nú er að koma að því og […]

Breyttar áherslur í gæslu á �?jóðhátíð

Herjólfsdalur hefur verið kortlagður út frá staðsetningum kynferðisbrota á Þjóðhátíð í fyrra. Þjóðhátíðarnefnd boðar breyttar áherslur í gæslu á hátíðarsvæðinu. (meira…)

Fíkniefni tekin um borð í Herjólfi

Við eftirlit lögreglu um borði í Herjólfi sem var að koma frá Landeyjahöfn til Vestmanneyja í gærkvöldi fundust ætluð fíkniefni í farangri manns um tvítugt. Um er að ræða maríhúana alls um 25 gr. sem maðurinn viðurkenndi að eiga og kvaðst ætla til einkanota. Maðurinn var frjáls ferða sinna að skýrslutöku lokinni og telst málið […]

�?jóðhátíðin er ein af gersemum Eyjanna

Þjóðhátíð okkar Eyjamanna á sér lengri og sterkari hefð en aðrar skemmtanir og hátíðir á Íslandi. Uppskriftin er ekki flókin en þrátt fyrir ríkan vilja hefur engu öðru bæjarfélagi eða skemmtanahöldurum tekist að leika þennan leik eftir. Þjóðhátíðin er því einstök. (meira…)

�?jófstart við tjöldun í gær

Í gær völdu Eyjamenn sér stæði í Herjólfsdal fyrir hvítu tjöldin sem eru stór hluti af Þjóðhátíð sem hefst á morgun, föstudag. Síðustu tvö ár hefur verið talið niður þannig að allir fái jöfn tækifæri. Reyndar er sú ágæta regla í gildi að starfsmenn í Herjólfsdal fá tveggja mínútna forskot en í ár voru einhverjir […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.