Nokkur erill hjá lögreglu í nótt
2. ágúst, 2013
Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt en Húkkaraballið var haldið í nótt. Fjögur fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt en lögreglan lagði hald á maríjúana, sem sagt var til eigin neyslu. Alls eru fíkniefnamálin orðin sex. Þá var lögreglu tilkynnt um mann sem væri með haglabyssu fyrir utan hús í bænum. Þegar að var komið, var maðurinn sofandi í húsinu en þar fundust tvær haglabyssur sem hann var ekki skráður fyrir. Lögregla lagði hald á skotvopnin og maðurinn hefur verið boðaður í skýrslutöku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem má lesa hér að neðan.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst