Fjórar ungar Eyjastúlkur í lokahóp U-17

Fjórar ungar Eyjastúlkur eru í lokahóp íslenska handboltalandsliðsins skipað leikmönnum 17 ára og yngri. Þetta eru þær Arna Þyrí Ólafsdóttir, Erla Rós Sigmarsdóttir, Sandra Dís Sigurðardóttir og Díana Dögg Magnúsdóttir en það er ekki á hverjum degi sem ÍBV á jafn marga fulltrúa í íslensku landsliði í handbolta. (meira…)
Björgvin kom �?rsta upp í fyrstu tilraun

Eyjamaðurinn Björgvin Þór Rúnarsson hélt í víking á síðasta ári þegar hann flutti til Noregs og tók að sér þjálfun karlaliðs Örsta í handbolta. Liðið lék í vetur í norsku 3. deildinni en Björgvin gerði sér lítið fyrir og stýrði liðinu upp um deild á sínu fyrsta ári sem þjálfari meistaraflokks. (meira…)
Dólgarnir frá Eyjum í Hörpu í kvöld

Undanúrslit Músíktilrauna fara fram þessa dagana og eigum við Eyjamenn að sjálfsögðu okkar fulltrúa. Það er þungarokksveitin Dólgarnir, en hana skipa þeir Geir Jónsson 17 ára sem syngur og spilar á gítar, Gísli Rúnar Gíslason 19 ára trommuleikari og Arnar Geir Gíslason 15 ára bassaleikari. „Við erum þrír glaðlindir eyja- peyjar sem dreymir ekkert stærra […]
Fundur um sparnað eldri borgara í dag

VÍB og útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum bjóða á fróðlegan fund um sparnað eldri borgara í dag, þriðjudaginn 19. mars. Fundurinn verður haldinn í Akóges klukkan 17:00 til 18:00. Fundurinn er öllum opinn og verður boðið upp á kaffiveitingar. (meira…)
Erum í skýjunum með þetta

Þetta er svo nýskeð að þetta er alveg ótrúlegt, alveg magnað,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir sigurinn á Stjörnunni í gær en þar tryggði ÍBV sér sigurinn í 1. deild og um leið sæti í úrvalsdeild. Arnar er á öðru ári sínu sem þjálfari meistaraflokks ÍBV og ljóst að árangur liðsins er að miklu […]
�?rvalsdeildarsætið í höfn

Fimm ára dvöl ÍBV í næst efstu deild lauk í kvöld þegar liðið lagði Stjörnuna að velli í Garðabænum 24:27. Þegar ein umferð er eftir, eru Eyjamenn með sex stiga forystu á Stjörnuna, sem er í öðru sæti. Árangur ÍBV í vetur er sérlega glæsilegur, enda hefur liðið aðeins tapað einum leik og það var […]
Florentina kölluð inn í landsliðið

Florentina Stanciu, sem hlaut íslenskan ríkisborgararétt fyrir helgi, hefur verið kölluð í æfingahóp íslenska landsliðsins í handbolta. Í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands kemur fram að sambandið bíði nú aðeins eftir því að fá leikheimild hjá Evrópska handknattleikssambandinu og rúmenska sambandinu en von er á heimildinni á næstu dögum. (meira…)
Reynt að brjótast inn í Heilbrigðisstofnunina

Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið án þess þó að alvarleg mál hafi komið upp. Skemmtanahald helgarinnar fram með ágætum og þurfti lögreglan lítið að hafa afskipti af borgurunum. Eitthvað var þó um pústra og liggur ein kæra fyrir. (meira…)
�?rslitaleikur um úrvalsdeildarsæti í kvöld

Karlalið ÍBV sækir í kvöld Stjörnuna heim en leik liðanna var frestað á dögunum. Vægi leiksins er geysilega mikið enda geta Eyjamenn tryggt sér sæti í úrvalsdeild með því að vinna, og reyndar dugir jafntefli til. ÍBV er í efsta sæti með 33 stig en Stjarnan er í öðru sæti með 29. Garðbæingar geta aðeins […]
�?órarinn Ingi spilaði allan tímann í fyrsta leik

Þórarinn Ingi Valdimarsson, leikmaður ÍBV sem nú er í láni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Sarpsborg 08, lék allan tímann þegar liðið sótti Lilleström heim um helgina. Leikurinn var í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar en Sarpsborg 08 lék í næst efstu deild á síðasta ári. Leiknum lyktaði með jafntefli 2:2 og Þórarinn lék allan tímann. (meira…)