Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í prókjöri Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, hefst í dag þriðjudaginn 8. febrúar. Hægt verður að kjósa í Ásgarði við Heimagötu í Vestmannaeyjum milli 17 og 19 í dag en opið verður á sama stað fimmtudaga og þriðjudaga á sama tíma næstu þrjár vikur. (meira…)

�??�?ó ég sé skepna inn að beini�??

„Þó ég sé skepna inn að beini vil ég ekki ljúga,“ sagði Karl Vignir Þorsteinsson sem á upptökum í Kastljósi Ríkissjónvarpsins játaði kynferðisbrot gegn börnum. „Ég get ekki svarað því hvers vegna ég var ekki stoppaður af,“ sagði hann en Karl Vignir hefur ekki sætt refsingu fyrir brot sín. (meira…)

Skemmdarverk unnin á Hilmisgötu 4

Að kvöldi 4. janúar síðastliðinn var lögreglu tilkynnt um að neyðarblysi hafi verið skotið að Hilmisgötu 4 og hafi blysið valdið skemmdum á klæðningu hússins. Mikil mildi er að skotið hafi ekki lent í glugga hússins, því líklegt má telja að það hefði brotið rúðu í glugganum. Litlar skemmdir urðu sökum elds en gat er […]

Fyrrum leikmaður ÍBV lék gegn Liverpool

Fyrrum leikmaður ÍBV lék með Mansfield Town gegn Liverpool í gær í ensku FA bikarkeppninni. Chris Clements var lánaður til ÍBV sumarið 2009 en hann kom til ÍBV frá Crewe ásamt AJ Leitch-Smith. Báðir þóttu standa sig afbragðsvel hjá ÍBV en sá síðarnefndi er enn í herbúðum Crewe á meðan Clements hefur farið víðar. Liverpool […]

Heimaey VE með fyrsta loðnufarm ársins

Heimaey VE er þessa stundina að landa fyrsta loðnufarmi ársins á Þórshöfn. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá Vigni Svafarssyni, vélstjóra um borð, er farmurinn 700 m3 af stórri og fallegri loðnu sem fékkst öll í einu hali. Fjöldi skipa er nú á loðnumiðunum sem eru norð austur af Langanesi. (meira…)

Strangar kröfur um sjúkraflug

Mjög strangar kröfur eru gerðar til þeirra sem sjá um sjúkraflug á Íslandi, segir forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hann vísar gagnrýni Vestmannaeyinga um að útboð um sjúkraflug hafi verið klæðskerasniðið fyrir Mýflug á Akureyri á bug. (meira…)

Ekkert loforð gefið vegna útboðs á sjúkraflugi

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra segir að Árni Johnsen alþingismaður fari með rangt mál vegna útboðs á sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum. Hann hafi ekki lofað þingmanninum einu eða neinu. (meira…)

Stelpurnar í úrslit

Kvennalið ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal en undanúrslit fóru fram í dag í Laugardalshöll. ÍBV lagði Álftanes að velli 5:2 og mætir Val í úrslitaleik klukkan 12:15 á morgun, sunnudag. Eyjastelpur fá því tækifæri til að verja titil sinn í Futsal. (meira…)

�?rettándagleðin verður í kvöld

Ákveðið var nú klukkan 15.00 að halda óbreyttu plani varðandi þrettándagleði ÍBV. Byrjað verður niður við Há klukkan 19.00 í kvöld. Er þetta plan sett fram með fyrirvara um að veðrið versni ekki á tímanum fram að hátíð. (meira…)

Rasmus í norsku B-deildina

Danski knattspyrnumaðurinn Rasmus Christiansen, sem var fyrirliði Eyjamanna á síðasta keppnistímabili, hefur skrifað undir tveggja ára samning við norska B-deildarfélagið Ull/Kisa. Þetta er staðfest á vef félagsins í dag. (meira…)