Síðustu sýningar Allra, allra langbesta jólaleikrit allra tíma

Það er Þrettándagleði hjá Leikfélagi Vestmannaeyja – álfar og tröll, misskilinn jólasveinn, pínulítið pirraður jólaköttur, nokkuð meinlausir draugar, Álfheiður sem er eiginlega engin norn og fjórir saklausir unglingar sem skilja hvorki upp né niður. (meira…)
Jólaball á Hraunbúðum

Í gær, fimmtudag var Jólaball haldið á Hraunbúðum fyrir börn starfsfólks og aðstandenda, mikið fjör og líflegt á heimilinu þegar þessi viðburður er í gangi enda hefur heimilisfólkið mikið yndi af börnunum. Boðið var uppá smákökur, lagtertur og gos, og að sjálfsögðu kaffi fyrir þá sem eldri eru. Sú breyting var í ár að nú […]
Samstarfssamningur ÍBV og Taflfélag Vestmannaeyja framlengdur

Milli jóla og nýárs var úthlutað úr styrkarsjóði Sparisjóðsins. Við sama tækifæri var undirritaður samstarfssamningur milli Sparisjóðs Vestmannaeyja og ÍBV-íþróttafélags annars vegar og Taflfélags Vestmannaeyja hins vegar. Sparisjóðurinn hefur styrkt bæði félög undanfarin ár og var samningur þess efnis því í raun framlengdur. (meira…)
Látum ljósin loga

Miðvikudaginn 23. janúar verða 40 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Vestmannaeyjabær mun standa fyrir þakkargjörð þann dag og mun formleg dagskrá hefjast síðdegis og ná hámarki með blysför, þar sem bæjarbúar munu safnast saman og ganga fylktu liði frá Landakirkju niður á Básaskersbryggju til að minnast þess þegar Vestmannaeyingar þurftu að yfirgefa heimili sín og […]
Leit að hentugra skipi bar ekki árangur

Guðmundur ÞB Ólafsson skrifaði á dögunum opið bréf sem birt var á Eyjafréttum undir fyrirsögninni Og hvað svo. Í bréfinu óskaði Guðmundur eftir svörum við nokkrum spurningum um Landeyjahöfn. Vegagerðin hefur ein svarað bréfi Guðmundar en hér að neðan má sjá þau svör sem honum voru send. (meira…)
�?rettándinn hefst með ljósmyndasýningu �?skars Péturs

Dagskrá Þrettándahelgarinnar í Vestmannaeyjum hefst í dag með opnun ljósmyndasýningar Óskars Pétur Friðrikssonar. Sýningin opnar klukkan 17:00 í Safnahúsinu en á sýningunni verður úrval mynda sem Óskar Pétur hefur tekið á ferlinum, Eyjamyndir, landslags-, mannlífs-, atvinnulífs- og hátíðarmyndir. (meira…)
Mikið líf og fjör í Höfðavík

Það var heldur betur líf og fjör í Höfðavík í gær þegar Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari átti þar leið um. Svo virðist sem síldartorfa hafi synt inn í víkina þannig að bæði fuglar og sjávardýr nýttu tækifærið og fengu sér gott í gogginn, ef svo mætti að orði komast. Þarna var fjöldinn allur af súlum […]
Flott auglýsing hjá Karatefélagi Vestmannaeyja

Íþróttafélög eru í stöðugri samkeppni um iðkendur en Karatefélag Vestmannaeyja fer ótroðnar slóðir í baráttunni. Félagið fékk Harald Ara Karlsson til að útbúa myndband fyrir sig, hálfgerða auglýsingu en afraksturinn er sannarlega glæsilegur. Myndbandið má sjá hér að neðan. (meira…)
Tónleikjum Jóns Jónssonar flýtt

Tónleikar Jóns Jónssonar í Höllinni í kvöld hefjast klukkan 21:00 en ekki klukkan 22:00 eins og auglýst hefur verið. Er þetta gert í samráði við tónleikahaldara og gert til að koma til móts við fjölskyldufólk og unga fólkið, sem þarf að mæta snemma í skóla á morgun, föstudag. (meira…)
Brutust inn og hótuðu íbúa hússins

Að kvöldi 28. desember síðastliðinn ruddust tveir menn inn í hús við Heiðarveg og höfðu í hótunum við einn íbúa hússins. Lögreglan var kölluð á staðinn og ræddi við þann sem hótað var en hann vildi lítið tjá sig við lögreglu varðandi atvikið og vildi ekki upplýsa um það hverjir þarna voru á ferð. (meira…)