Lenti í vandræðum í Höfðavík

Ökumaður pallbíls lenti í vandræðum í Höfðavík, við Stórhöfða á Heimaey í dag. Hann hafði ekið bíl sínum niður í sandfjöruna, niður í átt að sjávarmálinu en þegar hann hugðist snúa við, sat bíllinn fastur. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk félaga í Björgunarfélagi Vestmannaeyja til að koma með tvo öfluga bíla til að draga bílinn úr […]
KFR á fjórar í U17 ára landsliðsæfingahópi

Enn bætist rós í hnappagatið hjá iðkendum uppöldum í KFR. Alls voru fjórar stúlkur valdar í U17 ára landsliðsæfingahóp kvenna. Greinilega er árangur erfiðisins að skila sér hjá stelpunum. Þetta er mikil hvatning fyrir þá sem yngri eru og sýnir svo ekki verði um villst að landsbyggðin á góða möguleika á að komast langt í […]
Toppslagur í kvennaboltanum í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti FH í N1 deild kvenna í dag í Íþróttamiðstöðinni en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. Eyjakonur hafa verið á ágætu skriði undanfarið, hafa unnið síðustu tvo leiki sína, báða á útivelli gegn Aftureldingu og Selfossi. ÍBV er í fjórða sæti eftir fimm leiki, með sjö stig, eftir þrjá sigurleiki eitt […]
Erlend lið skoða Fanndísi

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að erlend lið eru að skoða Eyjastelpuna og knattspyrnukonuna Fanndísi Friðriksdóttur. Fanndís, sem ólst upp í Eyjum og spilaði í yngri flokkum ÍBV, hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og verið einn besti leikmaður efstu deildar kvenna. Hún hefur auk þess leikið 33 landsleiki og fjölda leikja fyrir yngri […]
Landsliðsþjálfari dansar Gangnam style

KFS hélt sitt lokahóf á laugardaginn en leikmenn, þjálfari og velunnarar félagsins fögnuðu þar sumrinu. Besti leikmaður sumarsins var Davíð Þorleifsson en farið er eftir hávísindalegri einkunargjöf Hjalta Kristjánssonar, þjálfara. 39 leikmenn léku með KFS í sumar en Sæþór Jóhannesson varð markahæstur og er nú næst markahæstur í sögu félagsins. (meira…)
Einn tekinn grunaður um ölvun við akstur

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar gekk áfallalaust fyrir sig þrátt fyrir að fjöldi manns hafi verð að skemmta sér. Eitthvað var þó um að lögreglan aðstoðaði fólk til síns heima sökum ölvunarástands þess. (meira…)
�?ví betri þátttaka því fleiri viðburðir

Við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum starfar öflugt nemendafélag sem hefur meðal annars það hlutverk að skipuleggja félagsstarfsemi undir merkjum skólans. Í maí á þessu ári kusu félagar þess sér nýjan formann sem tók svo við titlinum við upphaf haustannar í ágústlok. Eyjafréttir heyrðu í Hönnu Sigríði Agnarsdóttur, formanni Nemendafélags Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum og tóku púlsinn á […]
Gunnar Heiðar með þrennu

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrjú mörk í 4-0 útisigri Norrköping gegn Sundsvall í dag. Ari Freyr Skúlason lék á miðju Sundsvall með fyrirliðabandið en Jón Guðni Fjóluson kom inn sem varamaður á 69. mínútu þegar staðan var 4-0. Ekki ólíklegt að Jón Guðni verði í byrjunarliðinu í næsta leik. Gunnar Heiðar hefur skorað sextán mörk […]
�?riðji sigurinn í röð hjá strákunum

Karlalið ÍBV var ekki í vandræðum með Fylki en liðin áttust við í Árbænum í gærkvöldi. Eyjamenn unnu átta marka sigur, 26:34 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 13:18 ÍBV í vil. ÍBV er áfram í fjórða sæti 1. deildar, með sjö stig, líkt og Víkingur, sem er í þriðja sæti en öll liðin […]
Steingrímur sagður �??skrímslapabbi�??

„Við erum að tala um skrímsli en skrímslapabbi var hér í gær,“ sagði Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri Ísfélags Vestmannaeyja, um veiðigjaldafraumvarpið og Steingrím J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra á aðalfundi LÍÚ í morgun. (meira…)