ÍBV mætir B-liðinu
22. nóvember, 2012
Athyglisverðasti leikur 16-liða úrslitum Símabikars karla er vafalaust leikur ÍBV og ÍBV B en dregið var í hádeginu. Með B-liðinu leika þjálfarar ÍBV, þeir Erlingur Richardsson og Arnar Pétursson en þetta er annað árið í röð sem Erlingur spilar gegn lærisveinum sínum, þar sem hann lék með B-liðinu í fyrra gegn HK, sem hann þjálfaði þá. Auk þess er B-liðið samansett af fyrrum leikmönnum ÍBV og verður viðureignin afar athyglisverð.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst