Með nýrri ferju og endurbótum verður hún heilsárshöfn
21. nóvember, 2012
Frá byrjun apríl hefur verið siglt samfellt milli Eyja og Landeyja­hafnar og er allt útlit fyrir að svo verði út nóvember. Ríflega 280 þús­und farþegar hafa farið með Herj­ólfi það sem af er ári eða um 120% fleiri en árið 2009. Eftir því sem lengra hefur liðið frá eldgosinu í ­Eyjafjallajökli hefur dregið úr sandseti við Landeyjahöfn og eru sterkar líkur eru á að höfnin haldist opin með tilliti til dýpis mest allt árið. Það verður þó ekki fyrr en ný ferja kemur að Landeyjahöfn verð­ur heilsárshöfn.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst