Auðlindagjaldið, eins og það er sett fram, er að rústa litlu útgerðunum

Moren. Jæja nú er gaman í Verstöðinni. Vikan er búin að vera fín til sjós og lands. Gott veður og sæmilegt fiskirí. Í gær lönduðu Vestmannaey og Bergey sitt hvorum 50 tonnunum. Bergur landaði 70 tonnum og Þorsteinn var með rúm 100 tonn. Þórunn með fullfermi 110 tonn. Gullberg var í vikunni með sín 90 […]
Gáfu Sambýlinu nuddpott

Á mánudaginn komu þeir Valtýr Auðbergsson, Kristján Georgsson og Magnús Steindórsson færandi hendi á Sambýlið þegar þeir færðu heimilismönnum nuddpott að gjöf. Til kaupanna notuðu þeir ágóðann úr árlegu golfmóti sem þeir halda í Eyjum, Ufsaskalla golfmótið en mótið er nú orðið að árlegum viðburði. Potturinn var keyptur hjá Miðstöðinni en það voru Lionsmenn sem […]
Getum sýnt hversu öflugt samfélag er hér

Í gær, þriðjudag, voru þjónustuaðilar og verslunareigendur í Eyjum boðaðir á fund í Hallarlundi. Fundarefnið var hugsanleg samsýning fyrirtækja og einstaklinga í Eyjum í Hörpunni 26. janúar næstkomandi, samhliða tónleikum sem þar fara fram þegar minnst er þess að 40 ár eru liðin frá upphafi eldgossins í Heimaey en á næsta ári eru jafnframt liðin […]
Kosið út í bláinn

Oft koma hin ýmis skilaboð með atkvæðaseðlum í kosningum og var engin undantekning á því á laugardaginn, í Þjóðaratkvæðagreiðslan um tillögur stjórnlagaráðs. Karl Gauti Hjaltason, formaður yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi hélt einni slíkri til haga og má lesa hana hér að neðan. (meira…)
Soffía Sigurðardóttir sækist eftir þriðja sæti Samfylkingarinnar

Ég heiti Soffía Sigurðardóttir, bý á Selfossi og hef ákveðið að bjóða mig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi og stefni á þriðja sæti listans. Ég vil taka með afgerandi hætti þátt í því að byggja upp breytt og bætt samfélag á Íslandi og gæta þess að eftir Hrun verði ekki endurreist það óréttláta og […]
Arna Ír sækist eftir þriðja sæti á lista Samfylkingar

Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi, gefur kost á sér í 3.sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fer 16.-17. nóvember nk. Arna Ír er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Árborg og situr þar m.a. í fræðslunefnd auk þess að hafa gengt ýmsum öðrum trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna. (meira…)
Heilsusamlegir starfsmenn SS á Hvolsvelli

Starfsmenn SS á Hvolsvelli hafa tekið á því með heilsusamlegum hætti síðan heilsuvika í Rangárþingi eystra var haldinn nú í haust. Þeir tóku þátt í heisluvikunni með því að bjóða upp á heilsufarsmælingar fyrir allt starfsfólk, allur matur í mötuneytinu var settur fram með næringargildisútreikningum, til þess að fólk gæti glöggvað sig á orkunni sem […]
Nýtt lag frá hljómsveitinni Afrek

Nú á dögunum sendi Eyjahljómsveitin Afrek frá sér nýtt lag. Um er að ræða endurútgáfu af laginu Stolt sem kom út á Afrek, geisladisk þeirra félaga frá árinu 2009. „ Við ákváðum að skella laginu í kántrýstíl og gefa það út aftur.“ sagði Helgi Tórshamar gítarleikari sveitarinnar og lagahöfundur „Við erum búnir að vera taka […]
Ellefu í framboði í flokksvali Samfylkingar í Suðurkjördæmi

Ellefu einstaklingar hafa boðið sig fram í fjögur efstu sætin í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, þar af eru tveir Eyjamann og aðeins annar þeirra búsettur í Vestmannaeyjum. Eins og fram kom á Eyjafréttum.is í gærkvöld, sækist Guðrún Erlingsdóttir eftir 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar en auk þess sækist Eyjamaðurinn Bergvin Oddsson eftir 3. sætinu en […]
Nokkuð undir landsmeðaltali

Niðurstöður 1997 árgangsins í samræmdum könnunarprófum haustsins eru komnar í hús og nemendur komnir með þær í hendur. 10. bekkur þreytti próf í íslensku, ensku og stærðfræði. Meðaleinkunnir nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) eru 5,9 í íslensku en landsmeðaltal er 6,4, í ensku 6,0 þar sem landsmeðaltalið 6,6 og 5,8 í stærðfræði en landsmeðaltalið er […]