Oddný sækist eftir fyrst sæti á lista Samfylkingar

Oddný Harðardóttir alþingismaður og þingsflokksformaður Samfylkingarinnar hefur ákveðið að bjóða sig fram í 1. sæti í forvali flokksins fyrir Suðurkjördæmi sem fram fer 16. og 17. nóvember. Oddný hefur tekið að sér mörg krefjandi ábyrgðarstörf á kjörtímabilinu. Hún varð fjármálaráðherra fyrst kvenna og var formaður menntamála- og fjárlaganefndar. (meira…)
Fjórir peyjar í æfingahópi Íslands

Æfingahópur íslenska landsliðsins í handbolta, skipað drengjum fæddum á árinu 1998drengja fædda 1998 hefur verið valinn en í hópnum eru fjórir Eyjapeyjar. Þetta eru þeir Andri Ísak Sigfússon, Breki Ómarsson, Darri Birgisson og Logi Snædal Jónsson. Strákarnir ættu að kannast vel við þjálfarann, sem er enginn annar en Árni Stefánsson, sem þjálfaði hjá ÍBV áður […]
Vill raunverulegan jöfnuð

Eins og fram kom á Eyjafréttum.is í síðustu viku, býður Guðrún Erlingsdóttir, fyrrum varaþingmaður sig fram í 2. til 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar. Guðrún er búsett í Vestmannaeyjum og tók sæti á Alþingi haustið 2009 en í fréttatilkynningu frá henni kemur fram að hún leggi áherslu á réttlátt þjóðfélag, þar sem raunverulegur jöfnuður ríkir. […]
Glæsilegur sigur hjá ÍBV

ÍBV og FH höfðu sætaskipti í N1 deildinni í kvöld en ÍBV vann glæsilegan sigur á Hafnfirðingum. Lokatölur urðu 27:18 og fer ÍBV því upp í þriðja sæti deildarinnar en FH niður í það fjórða. Florentina Stanciu, markvörður ÍBV fór enn á ný á kostum í marki ÍBV en hún varði alls 23 skot, þar […]
Verk Júlíönu Sveinsdóttur á frímerki

Íslandspóstur gefur út jólafrímerkin 2012 fimmtudaginn 1. nóvember en sama dag kemur út frímerkjaröð um aðra kynslóð frumkvöðla íslenskrar myndlistar. Í frímerkjaröðinni eru gefin út fjögur frímerki að þessu sinni, m.a. frímerki með mynd Júlíönu Sveinsdóttur, Frá Vestmannaeyjum. (meira…)
Lenti í vandræðum í Höfðavík

Ökumaður pallbíls lenti í vandræðum í Höfðavík, við Stórhöfða á Heimaey í dag. Hann hafði ekið bíl sínum niður í sandfjöruna, niður í átt að sjávarmálinu en þegar hann hugðist snúa við, sat bíllinn fastur. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk félaga í Björgunarfélagi Vestmannaeyja til að koma með tvo öfluga bíla til að draga bílinn úr […]
KFR á fjórar í U17 ára landsliðsæfingahópi

Enn bætist rós í hnappagatið hjá iðkendum uppöldum í KFR. Alls voru fjórar stúlkur valdar í U17 ára landsliðsæfingahóp kvenna. Greinilega er árangur erfiðisins að skila sér hjá stelpunum. Þetta er mikil hvatning fyrir þá sem yngri eru og sýnir svo ekki verði um villst að landsbyggðin á góða möguleika á að komast langt í […]
Toppslagur í kvennaboltanum í dag

Kvennalið ÍBV tekur á móti FH í N1 deild kvenna í dag í Íþróttamiðstöðinni en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. Eyjakonur hafa verið á ágætu skriði undanfarið, hafa unnið síðustu tvo leiki sína, báða á útivelli gegn Aftureldingu og Selfossi. ÍBV er í fjórða sæti eftir fimm leiki, með sjö stig, eftir þrjá sigurleiki eitt […]
Erlend lið skoða Fanndísi

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að erlend lið eru að skoða Eyjastelpuna og knattspyrnukonuna Fanndísi Friðriksdóttur. Fanndís, sem ólst upp í Eyjum og spilaði í yngri flokkum ÍBV, hefur leikið með Breiðabliki undanfarin ár og verið einn besti leikmaður efstu deildar kvenna. Hún hefur auk þess leikið 33 landsleiki og fjölda leikja fyrir yngri […]
Landsliðsþjálfari dansar Gangnam style

KFS hélt sitt lokahóf á laugardaginn en leikmenn, þjálfari og velunnarar félagsins fögnuðu þar sumrinu. Besti leikmaður sumarsins var Davíð Þorleifsson en farið er eftir hávísindalegri einkunargjöf Hjalta Kristjánssonar, þjálfara. 39 leikmenn léku með KFS í sumar en Sæþór Jóhannesson varð markahæstur og er nú næst markahæstur í sögu félagsins. (meira…)