Portland til sölu

Útgerðarfyrirtækið Kæja ehf, sem gerir út stálskipið Portland VE, er til sölu með um 250 þorskígildistonnum. Benóný Benónýsson, aðaleigandi útgerðarinnar segir ástæðuna fyrir hugsanlegri sölu einfalda, litlu útgerðarfyrirtækin eins og fyrirtæki hans, ráði einfaldlega ekki við aukið veiðigjald sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir lagði á sjávarútveginn á nýhöfnu kvótaári. (meira…)
Fréttir verða Eyjafréttir

Eins og fram kom í síðasta tölublaði hefur Júlíus G. Ingason tekið við ritstjórn Frétta af Ómari Garðarssyni. Við þessi tímamót hefur verið ákveðið að breyta nafni blaðsins í Eyjafréttir. Reglulega hefur gætt misskilnings á nafni Frétta. Eyjafréttir er orðið sterkt vörumerki vegna vefmiðilsins Eyjafréttir.is, sem sama fyrirtæki hefur haldið úti frá árinu 2000. Með […]
Um fjörutíu lömb drápust í Elliðaey

Undanfarið hefur fé verið sótt í úteyjar. Flestir fjáreigendur bera sig vel og segja heimtur með ágætum. Aðra sögu er þó að segja úr Elliðaey. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta fundust tæplega fjörutíu kindur dauðar þar á dögunum. Mest voru það lömb sem láu um eyna, en þó eitthvað af eldra fé. (meira…)
Tryggvi Guðmunds hefur rætt við Val og �?rótt

Tryggvi Guðmundsson hefur átt í viðræðum við bæði Val og Þrótt samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Samningur Tryggva við ÍBV rennur út í lok mánaðarins en hann fékk fyrr í sumar leyfi hjá félaginu til að ræða við önnur félög. Þó er ekki alveg útilokað að Tryggvi verði áfram hjá ÍBV en Hermann Hreiðarsson tók við þjálfun […]
Guðmundur �?órarinsson á reynslu hjá Sarpsborg 08

Guðmundur Þórarinsson miðjumaður ÍBV heldur til Noregs á morgun en þar fer hann á reynslu hjá Sarpsborg 08. Liðið leikur í næst efstu deild en þar leikur markvörðurinn, Haraldur Björnsson. Guðmundur var frábær í sumar með ÍBV og var einn besti miðjumaður Pepsi deildarinnar. (meira…)
Undurfagrir tónar í Klettshelli

Stundum þarf ekkert að lýsa hlutunum, bara að njóta. Þeir sem vilja njóta geta séð myndband hér að neðan þar sem Eyjapeyinn Guðmundur Davíðsson syngur lagið Rósin í Klettshelli en lagið samdi Friðrik Jónsson og ljóðið er eftir Guðmund Halldórsson. (meira…)
Eyjahjartað mitt er stórt

Þar sem ég, undirritaður, hef ekkert tjáð mig í fjölmiðlum í framhaldi af samkomulagi mínu við stjórn ÍBV um starfslok mín sem þjálfari ÍBV liðsins í knattspyrnu, vil ég þakka íbúum Vestmannaeyja og sérstaklega stuðningsmönnum ÍBV fyrir sumarið og allan þann stuðning, sem ég hef fengið frá þeim. Ég fann í starfi mínu ekkert nema […]
Bjarni �?lafur Marinósson ráðinn verkefnastjóri

Framkvæmda- og hafnarráð samþykkti á fundi sínum í gærdag, ráðningu Bjarna Ólafs Marinóssonar, sem verkefnisstjóra á Umhverfis- og framkvæmdasviði, en allls sóttu 14 um stöðuna. Bjarni Ólafur er byggingafræðingur og meistari í pipulögnum, sonur Mara pípara og Mary.. Hann mun flytja til landsins í síðar í mánuðinum, frá Danmörku þar sem hann hefur búið ásamt […]
Gunnar skoraði tvö og lagði upp eitt

Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði tvö mörk í gærkvöldi þegar Norrköping vann stórsigur á GAIS í sænsku úrvalsdeildinni, 7:2. Gunnar kom Norrköping á bragðið með marki á 12. mínútu og skoraði svo sjötta mark Norrköping á 64. mínútu en lagði auk þess upp eitt mark fyrir félaga sinn. (meira…)
Hannes gefur kost á sér í 3. sæti hjá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi

Ég undirritaður Hannes Friðriksson tilkynni hér með að ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar vegna Alþingiskosninganna í Suðurkjördæmi. Það geri ég vegna þess að ég hef áhuga og vilja til að taka virkan þátt í því að móta samfélag okkar um leið og ég tel að fjölbreytt […]