Ekki enn komin á borð Samkeppniseftirlitsins
17. október, 2012
Samrunatilkynning vegna kaupa ­Síldarvinnslunnar á Norðfirði (SVN) á Berg-Hugin ehf. (BH) hefur enn ekki borist Samkeppniseftirlitinu. Þetta staðfesti Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, við Eyjafréttir. Á meðan öðlast samning­ur BH og SVN ekki gildi sem vekur athygli því viðskiptin eru með þeim stærstu í sjávarútvegi á seinni árum. Um var að ræða sölu á tveimur skipum, Bergey og Vestmannaey VE og um 5200 tonna aflaheimildum. Eftir því sem Eyjafréttir komast næst er verðmætið í kringum 10 millj­arðar.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst