Gert við Eyjastreng á Landeyjasandi

Búist er við að viðgerð á sæstreng til Vestmannaeyja taki nokkra daga hið minnsta. Tveir danskir sérfræðingar eru komnir sérstaklega til landsins til að gera við strenginn. Annar þeirra líkir aðstæðum á Landeyjasandi við Sahara eyðimörkina. (meira…)

�?ekkir þú manninn?

Lögreglan á Selfossi biður aðila þann sem sést á meðfylgandi mynd, íklæddur í blárri yfirhöfn og dökkum buxum, í Herjólfsdal mánudaginn 6. ágúst s.l. kl.05:35 að hafa samband í síma 480 1010. Lögreglan biðlar einnig til almennings um upplýsingar um það hver þessi maður er. (meira…)

Ákveðið að kaupa nýjan sæstreng

Á fundi í atvinnuveganefnd Alþingis í morgun, kom fram að Landsnet hefur ákveðið að fara í útboð á nýjum sæstreng til Vestmannaeyja. Annar af tveimur sæstrengjunum, sem nú flytja rafmagn til Vestmannaeyjar, er orðinn mjög illa farinn og hinn er kominn tíu ár yfir sinn líftíma. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hyggst í […]

Undirbúningur lundaballsins í fullum gangi

Nú styttist í hið árlega Lundaball en ballið verður föstudaginn 28. september. Í ár eru það Bjarnareyingar sem halda ballið. Búast má við miklu fjöri enda er ballið alltaf vel sótt og skemmtiatriðin, sem flest eru heimatilbúin, hafa ávallt slegið í gegn. Bjarnareyingar vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa ballið og einn þáttur […]

Aldrei fleiri pysjur frá því að mælingar hófust

Ástand lundastofnsins virðist hafa tekið heldur betur kipp til hins betra. Lundapysjunum rignir hreinlega niður og hafa aldrei verið vigtaðar fleiri pysjur en í ár. Mælingar Pysjueftirlitsins hófust 2003 en nú eru pysjurnar sem mældar hafa verið, orðnar 1663, sem er meira en metárið 2007, þegar mældar voru 1654 pysjur. Og talan á enn eftir […]

Magnaðir rokktónleikar endurteknir í Hörpu

Á föstudaginn kemur hefst miðasala á Rokktónleika í Hörpu, sem kallast SkonRokk. Eyjamennirnir Birgir Nielsen og Bjarni Ólafur stóðu fyrir mögnuðum rokktónleikum í Höllinni, föstudaginn fyrir Sjómanndag í sumar, sem þóttu takast frábærlega vel. Margir vildu meina að tónleikarnir væru þeir bestu sem fram hefðu farið í Höllinni frá upphafi. Tónleikarnir verða svo í Silfurbergi […]

Viðkvæm staða í Landeyjahöfn

Mælingar sem gerðar voru á dýpi í Landeyjahöfn fyrir viku sýna að efni hefur verið að setjast til í höfninni og hafnarmynninu. Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Siglingastofnunar, segir að staðan sé skárri en á sama tíma fyrir ári, en hún sé hins vegar viðkvæm. (meira…)

�??Framtíðin er stórútgerð og trilluhorn�??

„Stjórnarfundur Skipstjóra-og stýrimannafélagsins Verðandi haldinn þann 13-09-2012 mótmælir harðlega framgöngu eiganda útgerðarfélagsins Bergur-Huginn að selja fyrirtækið með öllum aflaheimilduum frá Vestmannaeyjum án þess að tala við Eyjamenn áður. Núna sitja Eyjasjómenn og Eyjamenn allir í sárum sínum.“ (meira…)

Fjölmenni á frumsýningu Djúpsins

Kvikmyndin Djúpið var frumsýnd á Íslandi í gær, sunnudag. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum þegar Hellisey VE fórst og fjórir ungir Eyjamenn létu lífið. Einn komst af, Guðlaugur Friðþórsson en myndin er að einhverju leyti byggð á hans sögu, bæði í slysinu og eftir slysið. Myndin er raunsæ og mátti heyra saumnál detta í […]

�??�?g er eiginlega dofinn ennþá�??

„Þetta er mjög skrýtin tilfinning,“ segir Sigurbjörn E. Viðarsson en um helgina var brotist inn á heimili hans í Vestmannaeyjum. Þjófurinn lét sér ekki nægja að stela 46 tommu flatskjá heldur gerðist hann einnig svo bíræfinn að kveikja í. Virðist hann hafa verið staðráðinn í að láta elda loga því hann kveikti bæði í sófanum […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.