Ákveðið að kaupa nýjan sæstreng
18. september, 2012
Á fundi í atvinnuveganefnd Alþingis í morgun, kom fram að Landsnet hefur ákveðið að fara í útboð á nýjum sæstreng til Vestmannaeyja. Annar af tveimur sæstrengjunum, sem nú flytja rafmagn til Vestmannaeyjar, er orðinn mjög illa farinn og hinn er kominn tíu ár yfir sinn líftíma. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi hyggst í vetur leggja fram þingsályktun um afhendingaröryggi raforku um land allt og að auka möguleika á að nota rafmagn við bræðslu, við gufukatla og í öðrum iðnaði.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst