Ástþór sýnir í húsakynnum BBC

Ástþór Ágústsson leikari hefur undanfarin tvö ár rekið leikhópinn HalfCut, sem nýverið hlaut styrk frá Arts Counsil England. Styrkinn hlaut hópurinn til að setja upp verkið ‘Shelf-Life’ 16. október nk. í gömlu húsakynnum BBC London útvarpsstöðvarinnar í hjarta Lundúnaborgar. (meira…)
Ísland – Noregur sýndur í Hallarlundi

Í kvöld kl. 18.30 fer fram landsleikur í knattspyrnu þar sem Ísland tekur á móti Noregi í fyrsta leik liðanna í forkeppni HM. En leikurinn sem fer fram á laugardalsvelli verður sýndur í beinni útsendingu í Hallarlundi. Kaldur á krana á vægu verði og brjáluð stemning. (meira…)
Prímadonnur Íslands með Stórtónleikar

Prímadonnurnar flytja tónlist úr óperum og ýmis fræg sönglög ýmist allar saman eða í dúettum og sem einsöngvarar. M.a. verða flutt atriði úr Töfraflautunni og Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart, úr Il Trovatore eftir G. Verdi, úr Ariadne auf Naxos eftir R. Strauss. Efnisskráin muna enda á hinum fræga Kattadúett Rossinis. (meira…)
Lög um stjórn fiskveiða eru ekki eingöngu fyrir útgerðir

Á seinustu árum hefur meirihluti Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Vestmannaeyja ítrekað stigið fram í vörn fyrir Vestmannaeyjar þegar stjórnarflokkarnir hafa lagt fram illa ígrundaða og skaðlega stefnu í sjávarútvegsmálum. Allar eiga þær hugmyndir það sameiginlegt að auka skattheimtu á landsbyggðina og greiða leið eignaupptöku í sjávarútvegi. Illu heilli veikja þær landsbyggðina í stað þess að styrkja […]
Bergur-Huginn hafnar kröfu bæjarins

Útgerðarfélagið Bergur-Huginn hafnar kröfu bæjarstjóra Vestmannaeyja um forkaupsrétt. Félagið telur ákvæði laga sem vísað er til aðeins gilda um sölu á skipum en ekki hlutabréfum. Fyrir viku óskaði Vestmannaeyjabær eftir upplýsingum frá Berg-Hugin og væntanlegum kaupendum útgerðarfélagsins, Síldarvinnslunni. Bærinn telur sig eiga forkaupsrétt að skipum og þar með aflaheimildum Bergs-Hugins samkvæmt lögum um fiskveiðistjórnun. (meira…)
Mikilvægt að eyða óvissu

Eins og kunnugt er hefur Vestmannaeyjabær ákveðið að láta reyna á forkaupsréttarákvæði 12. greinar laga um stjórn fiskveiða í tengslum við nýleg kaup Síldarvinnslunnar hf. á Berg-Huginn ehf. Einnig hefur bærinn farið fram á að rannsakað verði hvort Samherji sé með kaupum þessum komið yfir hið leyfilega 12% kvótaþak eins og það er skilgreint í […]
�?etta verður mjög smart

Á morgun, laugardag mun Jón Ólafsson, tónlistarmaður, koma til Eyja með spjalltónleikana sína, Af fingrum fram, sem hafa gengið fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi í nokkur ár. Gestur Jóns í Eyjum verður Björgvin Halldórsson en spjalltónleikarnir hefjast kl. 21:00 í Höllinni. (meira…)
Vestmannaeyjar og tengslin við Vesturheim

Vestmannaeyingar nútímans eiga sérstakar þakkir skilið fyrir þá miklu rækt sem þeir hafa lagt við minningu sveitunga sinna, sem á sínum tíma fluttust vestur um haf. Flestir þeirra festu rætur í Spanish Fork, í fylkinu Utah í Bandaríkjunum. Kári Bjarnason, forstöðumaður bæjarbókasafnsins í Eyjum, hefur unnið þrekvirki við að safna stórmerkum heimildum úr fórum afkomenda […]
Vestmannaeyjar með 10,2% kvótans í bolfiski

Vestmannaeyjar eru með 10,2% af útgefnum bolfiskkvóta á fiskveiðiárinu 2012 til 2013 sem hófst 1. september. Alls eru þetta rúm 32 þúsund þorskígildistonn, eða um 33,5 þúsund tonn af fiski, þar af rúmlega 12 þúsund tonn af þorski. Á fiskveiðiárinu 2011 til 2012 var hlutdeild Vestmannaeyja í heildarpottinum 10,6% en aðeins Reykjavík fær meira í […]
Gott að fara á Vog

Tryggvi Guðmundsson hefur átt afleitt en lærdómsríkt ár. Hann greindist með blóðtappa í fæti og fór á blóðþynningarlyf. Skömmu fyrir Íslandsmótið var hann stöðvaður drukkinn undir stýri í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið fór hann beint á Vog. Um verslunarmannahelgina var hann svo settur í agabann vegna drykkju. (meira…)