Gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi frest fram á föstudag

Vestmannaeyjabær gefur Síldarvinnslunni og Magnúsi Kristinsynni frest fram til hádegis á föstudag til þess að leggja fram forkaupsréttartilboð í Berg-Huginn, þar sem söluverð og aðrir skilmálar eru tilgreindir á tæmandi hátt. Að öðrum kosti muni bærinn höfða mál fyrir dómstólum. (meira…)
Segir jafnréttislögin ganga gegn stjórnarskránni

„Málið er einfaldlega að þessi jafnréttislög eru slæm og þeim þarf að breyta,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, á Facebook-síðu sinni í dag og bætir við að það að mismuna út frá kynferði og skikka stjórnendur til þess að ráða fólk af öðru kyninu umfram hitt brjóti gegn almennum mannréttindalögum og stjórnarskránni sem kveði […]
ÍBV í annað sætið

ÍBV gerði heldur betur góða ferð í Garðabæinn í kvöld þegar liðið lék gegn Stjörnunni í Pepsídeild kvenna. Fyrir leikinn var Stjarnan í öðru sæti með 35 stig og átti enn tölfræðilegan möguleika á að verða Íslandsmeistari. ÍBV var í þriðja sæti með 32 stig og gat því með sigri komist upp í annað sætið […]
Sjálfstæðismenn í Eyjum einnig ósáttir

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins í Vestmannaeyjum og stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum lýsa yfir vonbrigðum með ákvörðun formanns og þingflokks Sjálfstæðisflokksins um að skipta um þingflokksformann. Ljóst er að með þessum breytingum er forystusveitin öll skipuð aðilum af höfuðborgasvæðinu og það þrátt fyrir að eitt sterkasta vígi flokksins sé Suðurkjördæmið. (meira…)
Harma ákvörðun um að skipta um þingflokksformann

Ungir sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi harma þá ótrúlegu ákvörðun þingflokks Sjálfstæðisflokksins að skipta um þingflokksformann flokksins. Það vekur furðu að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafi ákveðið á þessum tímapunkti að gera breytingar á þingflokksformanni, sérstaklega í ljósi þess að Suðurkjördæmið er sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins nú um stundir. (meira…)
Jón �?lafs, Björgvin H. og svo frítt á ball á eftir fyrir árgangsmótin

Jón Ólafs og Björgin Halldórsson, Af fingrum fram og Dans á rósum á balli. Allt í Höllinni í laugardagskvöld. Jón Ólafsson kemur með þessa frábæru uppsetningu sína, Af fingrum fram, til Eyja á laugardagskvöld. Gestur Jóns er enginn annar en Björgvin Halldórsson. Þeir fara yfir feril Björvins í léttu spjalli og flytja lögin hans, með […]
�?rslitaleikur um annað sætið í kvöld

Annað sætið í Íslandsmótinu er í húfi í kvöld þegar ÍBV sækir Stjörnuna heim í næst síðustu umferð Pepsídeildar kvenna. Með sigri tryggir Stjarnan sér annað sætið en vinni ÍBV, eru liðin jöfn að stigum fyrir síðustu umferðina. Stjarnan er sem stendur í öðru sæti með 35 stig en ÍBV er í því þriðja með […]
Eins og hellt væri úr fötu í gær

Eftir gott og sólríkt sumar, eiga Eyjamenn erfitt með að venjast mikilli rigningu eins og var í gær, mánudag. Þá rigndi um tíma eins og hellt væri úr fötu og rigndi svo mikið að litlar lækjarsprænur mynduðust í fjallinu ofan við Kaplagjótu. Óskar J. Sigurðsson í Stórhöfða hafði samband við ritstjórn Eyjafrétta.is og leiðrétti úrkomutölur […]
Stefnt að brottför

Stefnt er að brottför Herjólfs í dag þ.e. frá Eyjum kl 08:30 og frá Landeyjahöfn 10: 00 og siglingum skv. áætlun í dag þriðjudag. Við hvetjum farþega okkar að fylgjast með fréttum á www.herjolfur.is, facebook síðu Herjolfs og síður 415 í textavarpi. (meira…)
Salan á BH

Moren. Jæja nú er sumarfríið búið. Ekki er hægt að segja að fréttirnar um söluna á Berg-Huginn séu gleðitíðindi fyrir okkur Eyjamenn. Gleðitíðindi fyrir Norðfirðinga að sjálfsögðu. Svona virkar kvótakerfið stundum. Kannski ágætis áminnig um ófullkomið kerfi og hvernig það getur snúist upp í andhverfu sína. Orðið að skrýmsli sem við ráðum ekki við. (meira…)