Vandasamt að hanna nýja ferju

Á mánudaginn var haldinn fyrsti fundur stýrihóps um nýjan Herjólf. Elliði Vignisson, bæjarstjóri situr fundi hópsins en auk þess eru í hópnum Eyjamennirnir Guðlaugur Ólafsson, skipstjóri á Herjólfi og Andrés Þ. Sigurðsson frá Vestmannaeyjahöfn, auk aðila frá hinu opinbera. (meira…)

Tvö nauðgunarmál í Eyjum upplýst

Tvö af þremur nauðgunarmálum, sem kærð voru á þjóðhátíð um verslunarmannahelgina, eru upplýst en ekki hefur verið gefin út ákæra á hendur árásarmönnunum að sögn Odds Árnasonar, yfirlögregluþjóns á Selfossi. (meira…)

Meistaraefnin frá Akureyri í heimsókn

Í kvöld klukkan 18:00 fer fram stórleikur í Pepsídeild kvenna á Hásteinsvelli þegar meistaraefnin í Þór/KA koma í heimsókn til Eyja. Norðanstelpur eru langefstar í deildinni og þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir, eru þær með sex stiga forystu á Stjörnuna, sem er í öðru sæti og sjö stiga forystu á ÍBV, sem er í […]

Sorp frá Eyjum mögulega úr landi

„Það sem okkur finnst vera verst í þessu er að þurfa e.t.v. að flytja sorpið burt með Herjólfi,“ segir Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar. Fyrsta nóvember næstkomandi mun sorpbrennslustöðin í Eyjum hætta starfsemi eftir um tuttugu ára rekstur. Með lokun stöðvarinnar þarf að flytja allt sorp, almennt og endurvinnanlegt, frá Eyjum og þykir […]

Kristbjörg VE dregin í land

Kristbjörg VE 7 var dregin til hafnar í Hafnarfirði um hádegisbilið í gær en það var togbáturinn Skinney SF 20 sem kom með Kristbjörgu að landi. Skipin voru á humarveiðum við Eldeyjarbanka og var góð veiði þegar gír Kristbjargar VE bilaði. Greiðlega gekk að draga bátinn til hafnar eftir því sem Þorgeir Baldursson, ljósmyndari og […]

Lögregla fær ekki upplýsingar

Lögreglan á Selfossi fær ekki upplýsingar um inn- og úthringingar að morgni frídags verslunarmanna í Herjólfsdal. Lögreglustjórinn á Selfossi óskaði eftir upplýsingunum vegna rannsóknar á nauðgun á þjóðhátíð en Hæstiréttur hafnaði óskinni eftir að Héraðsdómur Suðurlands hafði samþykkt hana. Þetta kemur fram á vef Rúv. (meira…)

Fjórði flokkur í úrslit

Fjórði flokkur karla hjá ÍBV er komið í úrslit Íslandsmótsins í fótbolta. Strákarnir tryggðu sér endanlega sætið í úrslitunum með góðum sigri á BÍ/Bolungarvík um síðustu helgi en leikurinn fór fram á Hásteinsvelli og urðu lokatölur hjá bæði A- og B-liðunum 3:0 fyrir ÍBV. (meira…)

Eivör Pálsdóttir með útgáfutónleika í Höllinni

Færeyska söngkonan, Eivör Pálsdóttir mun halda útgáfutónleika í Höllinni 2. september næstkomandi. Eivör mun þar koma fram með hljómsveit en tilefnið er útgáfa plötunnar Room en tónleikarnir verða í kjölfarið á útgáfutónleikum í Hörpu. Eivör gat ekki hugsað sér að sleppa því að fara frá Íslandi, án þess að koma til Eyja. (meira…)

Rafstrengur til Eyja sparaði olíu

Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir það hagkvæmt fyrir ríkið að leggja um milljarð króna í nýjan rafstreng til Eyja. Ávinningur sé fólgin í minni olíunotkun sjávarútvegsfyrirtækja bæjarins í kjölfarið. (meira…)

Rósa fann ástína á ný norðan heiða

Guðrún Rósa Friðjónsdóttir hefur fundið ástina á ný. Rósa, eins og hún er kölluð, var áður gift Jóhannesi Ágústi Stefánssyni eða Gústa, sem lést á síðasta ári eftir löng veikindi. Rósa og Óskar Aðalgeir Óskarsson eru nú trúlofuð og geisla af hamingju og birtist viðtal við Óskar í www.akureyrivikublad.is þar sem m.a. er komið inn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.