Kristbjörg VE 7 var dregin til hafnar í Hafnarfirði um hádegisbilið í gær en það var togbáturinn Skinney SF 20 sem kom með Kristbjörgu að landi. Skipin voru á humarveiðum við Eldeyjarbanka og var góð veiði þegar gír Kristbjargar VE bilaði. Greiðlega gekk að draga bátinn til hafnar eftir því sem Þorgeir Baldursson, ljósmyndari og bloggari segir á síðu sinni.