Evrópusæti í húfi?

ÍBV sækir í dag Stjörnuna heim í Garðabæinn en leikur liðanna hefst klukkan 18:00. Leikurinn er báðum liðum afar mikilvægur í baráttunni um sæti í Evrópukeppni á næsta ári en aðeins eitt stig skilur liðin að. ÍBV er í þriðja sæti með 26 stig en Stjarnan er í því fjórða með 25. Eyjamenn töpuðu í […]
Vel gekk að koma leiðslunni í sjóinn

Það var mikið um að vera við Vestmannaeyjahöfn á föstudagskvöld þegar 250 metra plastleiðsla var hífð í sjóinn. Átta vinnuvélar og tveir bátar voru notaðir til verksins. Leiðslan verður notuð til að framlengja fráveituröri. Frárennsli 250 metra frá landiLögnin var í framhaldi dregin að hafnargörðum þar sem hún verður geymd þar til henni verður komið […]
Gæti rofnað hvenær sem er

Annar tveggja sæstrengja sem flytja rafmagn til Vestmannaeyja er mjög illa farinn og getur bilað hvenær sem er. Þetta kemur fram í bréfi sem forstjóri HS Veitna sendi stjórn Landsnets til að krefjast úrbóta á raforkuflutningi til Vestmannaeyja. Í lok júní komu saman í Vestmannaeyjum fulltrúar HS Veitna, HS Orku, Vestmannaeyjabæjar, Vinnslustöðvarinnar og Ísfélags Vestmannaeyja. […]
Fyrsta pysjan komin í leitirnar

Fyrsta pysja ársins er komin í leitirnar en þær Arna Guðjónsdóttir og Sigrún Ella Ómarsdóttir sem fundu pysjuna klukkan 23:30 í næsta nágrenni við Friðarhöfnina. Lítið hefur verið um pysjur í Eyjum síðustu ár en vonir manna standa til þess að lundastofninn sé að ná sér á strik á ný. Pysjan sem fannst í gær […]
Mikið af lunda í Hana og við Smáeyjar

Mikið af lunda sást í og við Smáeyjar í gær. Starfsmaður Þekkingarsetursins heimsótti úteyjuna Hana í gær, 22. ágúst, og sagði mikið af lunda hafa setið upp í eyjunni eins og sjá má á myndinni. Vonir manna um að lundastofninn sé að ná sér virðast á rökum reistar. (meira…)
Gefur út barnabók 89 ára gamall

Á næstu dögum kemur út ný barnabók, Litla lundapysjan, en höfundur sögunnar er Hilmir Högnason frá Vatnsdal. Hilmir hefur áður gefið út bók, ljóðabókina „Vatnsdals Hilmir er og verður til“, sem kom út í desember 2005 en þetta er í fyrsta sinn sem hann gefur út barnabók. Gunnar Júlíusson teiknar myndirnar, sem gefa bókinni enn […]
Atli, Böðvar, �?órður og �?ssur

Sunnudaginn 26. ágúst kl. 14-16 verður haldið í Einarsstofu í Safnahúsi málþing um vesturferðir. Gestir málþingsins eru Atli Ásmundsson, aðalræðismaður Íslendinga í Winnipeg, Böðvar Guðmundsson, rithöfundur, Þórður Tómasson í Skógum og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. Aðalræðurmaður er Böðvar Guðmundsson en hann er þekktastur fyrir sögur sínar um örlög fólks af fyrstu og annarri kynslóð Vestur-Íslendinga, sögur […]
Lokað fyrir bílaumferð í botni Friðarhafnar

Vegna framkvæmda við flutning og sjósetningu á holræsalögn, sem liggur nú á vestur bryggjukantinum í Friðarhöfn, verður vegurinn frá „Skýlinu“ og inn á Eiði lokaður seinnipart næstkomandi föstudags fram á laugardag. (meira…)
Lokahnykkurinn á framkvæmdum við Heilsugæsluna í Eyjum

Nú er unnið að lokafrágangi við heilsugæslustöðina í Eyjum, en framkvæmdir hafa staðið yfir meiripart þessa árs. Á meðan hefur aðstaða heilsugæslunnar verið á þriðju hæð sjúkrahússins. Halldór Halldórsson, ráðsmaður á sjúkrahússins fór með vídeóvélina sína um framkvæmdasvæðið og má sjá afraksturinn hér. Honum líst vel á þær breytingar og lagfæringar sem nú eru á […]
Af fingrum fram í Höllinni

Jón Ólafsson, tónlistarmaður, stýrði vinsælum þáttum á RÚV, Af fingrum fram. Eftir að sýningu þáttanna lauk, setti hann þættina upp í Salnum í Kópavogi og fékk til sín marga af fremstu tónlistarmönnum landsins, dró þá út úr skelinni og fékk þá til að segja ýmislegt sem hvergi hafði komið fram. (meira…)