Fyrsta pysjan komin í leitirnar
24. ágúst, 2012
Fyrsta pysja ársins er komin í leitirnar en þær Arna Guðjónsdóttir og Sigrún Ella Ómarsdóttir sem fundu pysjuna klukkan 23:30 í næsta nágrenni við Friðarhöfnina. Lítið hefur verið um pysjur í Eyjum síðustu ár en vonir manna standa til þess að lundastofninn sé að ná sér á strik á ný. Pysjan sem fannst í gær var 242 grömm, frekar smágerð en mikill kraftur í henni að sögn Arnar Hilmissonar í Sæheimum.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst