Það var mikið um að vera við Vestmannaeyjahöfn á föstudagskvöld þegar 250 metra plastleiðsla var hífð í sjóinn. Átta vinnuvélar og tveir bátar voru notaðir til verksins. Leiðslan verður notuð til að framlengja fráveituröri.
Frárennsli 250 metra frá landi
Lögnin var í framhaldi dregin að hafnargörðum þar sem hún verður geymd þar til henni verður komið fyrir á 11 metra dýpi úti fyrir Eiðinu í Vestmannaeyjum. Með tilkomu leiðslunnar mun frárennsli frá Vestmannaeyjabæ færast 250 metra frá landi.
Loftfyllt leiðslan flaut
Leiðslunni var lokað í báða enda og hún fyllt með lofti. Þannig flaut hún þegar í sjóinn var komið þrátt fyrir að á hana væru festar steyptar sökkur. Við lokafrágang leiðslunnar verður henni sökkt með því að hleypa loftinu úr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst