Aukin afköst og fleira starfsfólk

Godthaab í Nöf hefur fjárfest í nýrri 24 stæða flæðilínu, útkastlínu og pökkunarkerfi. Á þriðjudegi­n­um fyrir þjóðhátíð var húsnæðið algjörlega tæmt af öllum vélum og tækjum. Á miðvikudeginum var byrjað að leggja nýtt epoxýgólfefni og tók það þrjá daga. Það tók ­gólfið þrjá daga að þorna og þá var hægt að hefjast handa við að […]

Olíumengun í Vestmannaeyjahöfn

Nokkur olíumengun varð utarlega í Vestmannaeyjahöfn í dag þegar olía lak frá Álsey VE þegar verið var að dæla olíu á milli tanka um borð. Hafnarstarfsmenn fóru á vettvang um leið og ljóst var hvað hefði gerst en Andrés Þ. Sigurðsson hjá Vestmannaeyjahöfn sagði í samtali við Eyjafréttir að niðurbrotsefni hefði verið dreift yfir olíuna. […]

Frábært útsýni yfir Vestmannaeyjar

Á vefnum 360cities.net er hægt að sjá ansi magnaðar myndir frá Vestmannaeyjum. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða 360° myndir víðs vegar af Vestmannaeyjum, m.a. ofan af Heimkletti, við Stafkirkjuna, ofan af Dalfjalli, innan úr Landakirkju og við Hásteinsvöll. Þannig geta þeir sem hafa ekki þorað upp á Heimaklett, séð af […]

Rúta stórskemmdist við Herjólf

Rúta stórskemmdist í gær þegar henni var ekið upp undir landgöngubrú Herjólfs. Ofan á þaki rútunnar var kælibúnaður sem skemmdist mikið og þak rútunnar flettist af að hluta. Aðeins bílstjórinn var í rútunni þegar óhappið varð, en bílstjórinn meiddist ekki. Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs sagði í samtali við Eyjafréttir.is að svo virðist sem landgöngubrúin hafi […]

Stórsigur á Selfossi

Kvennalið ÍBV vann stórsigur í kvöld á Selfossvelli þegar stelpurnar lögðu heimastúlkur með sex mörkum gegn engu. Staðan í hálfleik var 0:2 fyrir ÍBV en í síðari hálfleik skoraði Vesna Smiljkovic þrennu, auk þess sem Sigríður Lára Garðarsdóttir bætti við einu marki. Mörkin í fyrri hálfleik skoruðu þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Shaneka Gordon. (meira…)

Titilvonir á ís eftir tap í kvöld

Titilvonir Eyjamanna hafa verið settar á ís og spurning hvort hægt verði að þýða þær áður en sumarið er úti. ÍBV tapaði í kvöld fyrir Keflavík á Hásteinsvelli en lokatölur urðu 0:1 fyrir Keflavík. Þetta er í annað sinn í sumar sem ÍBV tapar 1:0 fyrir Keflavík í sumar því leikur liðanna í Keflavík endaði […]

Eins og bærinn sé í dvala

Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og virðist sem bærinn sé lagstur í dvala eftir Þjóðhátíðina. Skemmtanahald helgarinnar var með rólegara móti og engin alvarleg mál sem upp komu. Tveir ökumenn voru kærðir vegna hraðaksturs og mældust þeir báðir á 68 km/klst. þar sem hámarkshraði er 50 km/klst., annar á Hamarsvegi […]

Töpuðu máli gegn Vinnslustöðinni

Eigendur minnihluta hlutafjár í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum töpuðu máli sem þau höfðuðu gegn Vinnslustöðinni til að fá ógilta ákvörðun hluthafafundar um sameiningu Vinnslustöðvarinnar við Ufsaberg-útgerð ehf. og hækkun hlutafjár. (meira…)

Kemst ÍBV upp í annað sætið?

Í dag klukkan 18:00 fá Eyjamenn Keflavíkinga í heimsókn í 16. umferð Pepsídeildar karla. Keflvíkingar unnu Eyjamenn í fyrri leik liðanna í Keflavík, 1:0 en sigur þeirra var að margra mati afar ósanngjarn þar sem ÍBV var betra liðið í leiknum. Það má búast við fjörugum leik, enda Hásteinsvöllurinn rennandi blautur og verður jafnvel enn […]

Hlynur annar í hálfmaraþoninu

Eyjapeyinn Hlynur Andrésson gerði sér lítið fyrir og varð annar í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Hlynur, sem hljóp í flokki 15-19 ára, var langfyrstur í þeim flokki en annar af öllum sem hlupu vegalengdina á tímanum 1:16:29, sem er glæsilegur árangur. Fleiri Eyjamenn tóku þátt í hlaupinu í karlaflokki, þannig varð Sigmar Þröstur Óskarsson […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.