Kvennalið ÍBV vann stórsigur í kvöld á Selfossvelli þegar stelpurnar lögðu heimastúlkur með sex mörkum gegn engu. Staðan í hálfleik var 0:2 fyrir ÍBV en í síðari hálfleik skoraði Vesna Smiljkovic þrennu, auk þess sem Sigríður Lára Garðarsdóttir bætti við einu marki. Mörkin í fyrri hálfleik skoruðu þær Kristín Erna Sigurlásdóttir og Shaneka Gordon.