Hlynur annar í hálfmaraþoninu
18. ágúst, 2012
Eyjapeyinn Hlynur Andrésson gerði sér lítið fyrir og varð annar í hálfmaraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Hlynur, sem hljóp í flokki 15-19 ára, var langfyrstur í þeim flokki en annar af öllum sem hlupu vegalengdina á tímanum 1:16:29, sem er glæsilegur árangur. Fleiri Eyjamenn tóku þátt í hlaupinu í karlaflokki, þannig varð Sigmar Þröstur Óskarsson í 75. sæti á tímanum 1:31:50. Bjarki Halldórsson varð í 213. sæti á tímanum 1:39:58.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst