�?trúlega jákvæður og duglegur

Eins og áður hefur komið fram, mun Bjarný Þorvarðardóttir hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun, laugardag en þar hleypur hún fyrir pabba sinn, Þorvarð Þorvaldsson, sem slasaðist alvarlega í vinnuslysi. Þorvarður er lamaður fyrir neðan háls en Bjarný hefur safnað áheitum fyrir Mænu­skaðastofnun Íslands. Í vikublaðinu Fréttum er viðtal við Bjarný en þegar rætt var við […]

Vinnudagur bæjarbúa í Landakirkju

Eftir að hafa fylgst með hversu vel tókst til við Vigtartorgið okkar kviknaði sú hugmynd hjá okkur í sóknarnefnd Landakirkju að gefa bæjarbúum kost á að koma að því að fegra umhverfi Landakirkju, kirkjunnar okkar. (meira…)

Leiðslunni fleytt frá Friðarhöfn

Stór og mikil plastleiðsla liggur meðfram veginum inn á Eiði og hefur lengst undanfarnar vikur. Um er að ræða framlengingu á frá­veituröri inn á Eiði og að ná 250 metra út í sjó og niður á 11 metra dýpi. Ólafur Þór Snorrason, fram­kvæmda­stjóri umhverfis- og fram­kvæmdasviðs sagði í samtali við Fréttir að leiðslan væri að […]

�?tlum að hafa gaman af þessu

Dagana 24. – 25. ágúst næstkomandi fer fram Heimsmeistaramót WBFF í líkamsrækt en mótið fer fram í Toronto í Kanada. Alls taka átta Íslendingar þátt í mótinu, þar af þrír Eyjamenn en það eru þau Smári Harðarson, Anna María Halldórs­dóttir og Eva Sveinsdóttir. Eva er búsett á höfuðborgarsvæðinu en þau Smári og Anna María kíktu […]

Lægsta tilboð rúmum 211 milljónum krónum hærra en kostnaðar­áætlun

Í lok júlí voru opnuð tilboð í vetrardýpkun í Landeyjahöfn en tilboðin voru opnuð í húsakynnum Siglingastofnunar. Þrjú fyrirtæki buðu í dýpkunina. Björgun ehf. bauð lægst, rúma 571 milljón og auk þess frávikstilboð upp á rúmar 295 milljónir. Næstlægsta tilboðið átti danska fyrirtækið Rohde Nielsen eða rétt rúmar 590 milljónir. Íslenska Gámafélagið bauð svo rúmar […]

Kennarar vilja fá níu en foreldrar fjóra

Fræðslu- og menningarráð ræddi skóladagatal leikskólans Kirkju­gerðis fyrir skólaárið 2012 til 2013 á síðasta fundi sínum. Leikskólastjóri Kirkjugerðis lagði fram tillögu um samtals níu daga, ýmist heila eða hálfa, fyrir skipulags- og námskeiðsdaga og starfsmannafundi. Fyrirkomulag skipulags- og námskeiðsdaga auk starfsmannafunda hefur verið borið undir stjórn foreldrafélags Kirkjugerðis. (meira…)

22 m viðlegu­kantur og flotbryggja

Í fundargerð skipulagsnefndar Rangárþings eystra, kemur fram að Siglingastofnun hafi óskað eftir breytingum á gildandi deiluskipu­lagi Landeyjahafnar. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir 22 metra löngum viðlegukanti við norðurenda hafnarinnar sem er ætlaður fyrir dýpkunarskip og auk þess verði hafnarsvæði við kantinn. (meira…)

�?flug áfallahjálp og sjúkra­- þjónusta var í boði á þjóðhátíð

Í samantekt Frétta og af viðtölum við fólk sem kom að heilsugæslu og starfi áfallateymis á þjóðhátíð er ekki annað að sjá en að fagmennska hafi ráðið för. Verklag var það sama og undanfarin ár en alltaf er reynt að gera betur. Það má m.a. sjá á dreifibréfi sem dr. Hjalti Jónsson, sálfræðingur, sem stýrði […]

Uppsveifla frá aldauða í Eyjum

Staðan á pysjum sem komast á legg úr lundavarpinu í ár virðist ætla að vera svipuð og í fyrra þegar litið er á heildarmyndina yfir landið að sögn Erps Snæs Hansen hjá Náttúrustofu Suðurlands. „2011 var mun verra ár víðast hvar um landið eins og sést á súluritinu yfir varpárangurinn. Þá komust engir ungar á […]

Stelpurnar elta strákana

Kvennalið ÍBV sækir Fylki heim í Árbæinn í 14. umferð Pepsídeildarinnar í kvöld klukkan 18:00. Segja má að fjögur lið séu að berjast um annað sæti Íslandsmótsins en eins og staðan er í dag, er Þór/KA með nokkuð öruggt forskot í efsta sætinu. Stjarnan, ÍBV, Breiðablik og Valur koma svo í einum hnapp þar á […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.