Stór og mikil plastleiðsla liggur meðfram veginum inn á Eiði og hefur lengst undanfarnar vikur. Um er að ræða framlengingu á fráveituröri inn á Eiði og að ná 250 metra út í sjó og niður á 11 metra dýpi.
Ólafur Þór Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sagði í samtali við Fréttir að leiðslan væri að verða tilbúið.