Litla-Grá á batavegi

Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít voru fluttar aftur í sérútbúna umönnunarlaug sína að landi, frá sjókvínni í Klettsvík, í lok maí vegna lítillar matarlystar Litlu-Grá. Þegar komið var í land kom í ljós að um magasár væri að ræða sem hafði ollið minnkandi matarlyst og hegðunarbreytingum. Í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu Sea Life Trust segir að mjöldrunum líði […]
Grímur kokkur og fleira gott fólk á Fiskidegi

Grímur Gíslason, Grímur kokkur í Vestmannaeyjum á sér fastan sess á Fiskideginum mikla á Dalvík sem nú stendur sem hæst. Búist er við allt að 40 þúsund gestum sem er ansi stór biti fyrir bæjarfélag sem telur um 2000 íbúa. „Þetta gengur allt mjög vel og fínasta veður,“ segir Atli Rúnar Halldórsson, Svarfdælingur, Dalvíkingur, Eyjamaður […]
Með fullfermi af þorski og ýsu

Ísfisktogarinn Bergur VE hélt til veiða sl. mánudag að Þjóðhátíð lokinni. Skipið kom að landi á fimmtudag með fullfermi af þorski og ýsu. Í samtali við fréttavef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri, að veiðiferðin hafi gengið hreint ljómandi vel. „Við byrjuðum á Pétursey og Vík og þar var þrumuþorskveiði. Aflinn var svolítið ýsublandaður. Síðan var […]
Breytingar á aðalnámskrá leikskóla

Mennta- og barnamálaráðuneytið boðar til fundaraðar um breytingar á aðalnámskrá leikskóla sem taka gildi 1. september 2023. Áætlað er að breytingarnar verði að fullu innleiddar í leikskólum landsins 1. ágúst 2024. Breytingarnar skýra nánar hlutverk leiksins sem námsleið leikskólans og hvernig meta megi með reglubundnum hætti, og með virkri þátttöku barna, viðhorf, líðan og stöðu þeirra. Í breytingunum er jafnframt aukin […]
Axel Ó hættir eftir 64 ár

Nú stendur yfir rýmingarsala hjá Axel Ó við Bárustíg sem hættir rekstri eftir 64 ár í Vestmannaeyjum. Núverandi eigendur, Bára Magnúsdóttir og Magnús Steindórsson, hafa rekið verslunina frá árinu 2000. Axel Ó er elsta skóbúð landsins. Í tilkynningu í gær senda þau viðskiptavinum og starfsfólki góðar kveðjur. Þau efna til alvöru útsölu og segja gjafabréf og […]
Grímur kokkur & co í þrettánda sinn

Ef einhver hátíð á landinu kemst nálægt því að standa jafnfætis Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er það Fiskidagurinn mikli á Dalvík sem nú fer hafinn. Allt á þeirra forsendum og engu stolið. Og auðvitað eiga Eyjamenn verðuga fulltrúa á Dalvík eins og kemur fram á heimasíðu Fiskidagsins sem Atli Rúnar Halldórsson stýrir. „Já, já. Eyjamennirnir mæta […]
Óþrifnaður í Þórsheimilinu og okur á tjaldstæði

„Ég var gestur á fjölskyldutjaldsvæðinu hjá Þórsheimilinu þjóðhátíðarhelgina og var einnig starfsmaður ÍBV í gæslu á hátíðinni. Við ákváðum að nota fjölskyldutjaldsvæðið sem er bæði í stuttu göngufæri við Dalinn og með þjónustumiðstöð (Þórseimilið) eða öllu heldur að við héldum, að hægt væri að nota,“ segir kona í pósti til Eyjafrétta. Lýsing hennar er ófögur […]
Leika í fyrstu deild að ári liðnu

Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja 65+ í karlaflokki bar sigur úr býtum í 2. deild á LEK móti golfklúbba, er fram kemur í tilkynningu frá GV. Sveitin leikur því í 1. deild að ári liðnu. Golfklúbbur Vestmannaeyja óskar þeim innilega til hamingju í færslu sinni á Facebook. Ljósmynd: Golfklúbbur Vestmannaeyja. (meira…)
Tilkynning frá HSU vegna Nóróveiru

Vegna Nóróveiru smita í samfélagi okkar, biðjum við fólk vinsamlega að passa vel upp á smitvarnir með handþvotti, spritti og hugsanlega grímum. Þetta er bráðsmitandi veira sem veldur kviðverkjum, niðurgangi, uppköstum og höfuðverk, ásamt þreytu og beinverkjum. Smitgöngutími eru 1-2 dagar og sýkingin gengur yfir á ca. 2 dögum. Mikilvægt er að forðast viðkvæma einstaklinga […]
Pattaralegar pysjur og spáin góð

Náttúrustofa Suðurlands hefur lokið lundaralli í júlí. Niðurstöðurnar eru áþekkar og árið 2021 þegar rúmlega 4600 pysjur fundust. Á Facebook-síðu Pysjueftirlitsins kemur fram að það árið hafi pysjurnar komið til byggða rétt eftir Þjóðhátíð sem er einnig raunin þetta árið þar sem fyrsta pysjan fannst í nótt. Pysjurnar eru nokkuð pattaralegar og því staðan hér í […]