Lionsklúbbur Vestmannaeyja í samstarfi við HS Veitur hefur valið jólahús 2023. Þetta er tuttugusta og fjórða árið sem jólahús er valið. Í á voru á þriðja tug húseigna tilnefndar og fyrir valinu varð hús Ágústs V. Steinssonar og Örnu Ágústsdóttur að Búhamri 12.
Bjarni Guðjón Samúelsson frá Lionsklúbb Vestmannaeyja afhenti hjónunum veglega jólaskreytingu frá klúbbfélögum og óskaði þeim til hamingju með tilnefninguna. Sigmar Georgsson afhenti þeim áritaðan skjöld og inneignarbréf upp í komandi orkureikning frá HS veitum.
Lionsklúbburinn og HS veitur óska bæjarbúum Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst