Móttaka flóttafólks var til umræðu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í gær. Fram koma að viðræður ganga yfir milli ríkisins og þeirra sveitarfélaga sem hafa verið með samning sem tekur til þjónustu vegna samræmdrar móttöku flóttafólks þmt Vestmannaeyjabæ. Óánægja hefur verið með núverandi samning og er verið að leita lausna til að framlengja hann. Helst er verið að deila um ýmsar kröfulýsingar til sveitarfélaga (þjónustusala) s.s. vegna húsnæðismála og þjónustu við börn og einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Einnig er deilt um fjármál. Áhyggjur eru af þjónustuþætti Vinnumálastofnunar til flóttafólks í Vestmannaeyjum vegna fjarlægðar stofunarinnar, samgangna og takmarkaðra heimsókna til Vestmannaeyja.
Ráðið telur í niðurstöðu sinni um málið mikilvægt að styðja við móttöku flóttafólks en jafnframt að gætt sé að kröfur til sveitarfélaga sé sanngjarnar og í samræmi við lög og reglur. Einnig telur ráðið mikilvægt að tryggja sanngjarnar og eðlilegar greiðslur sem og aðkomu og tryggra þjónustu allra aðila. Ráðið felur framkvæmdastjóra fjölskyldu- og fræðslusviðs að fylgja málinu eftir og samþykkir fyrir sitt leiti að samningur verið framlengdur með framangreind atriði í huga.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst