Hægt að fljúga ódýrt frá Eyjum

Hægt er að bóka flug allt niður í 3900 aðra leið með sköttum frá Eyjum á föstudag og til Eyja á mánudag. Þar sem straumur fólks liggur aðallega í eina átt þessa helgi var ákveðið að bjóða sæti fyrir lítið á þeirri leið sem lítill straumur er. (meira…)
Ekki unnið við dýpkun í verstu vetrarmánuðunum

Ekki verður unnið við dýpkun Landeyjahafnar í janúar og febrúar í vetur og næsta vetur. Reynslan frá síðustu tveimur vetrum sýnir að svo mikill öldugangur er á þessum tíma að ekki þýðir að binda skip við verkefnið. (meira…)
Straumurinn liggur til Eyja

Tæplega tíu þúsund manns hyggjast leggja land undir fót og skella sér á þjóðhátíð í ár. Nú þegar hafa 9400 manns keypt sér far til Eyja með Herjólfi frá miðvikudegi til sunnudags og fimm hundruð eiga bókað far með flugi. Það virðist því stefna í mjög stóra þjóðhátíð, eða næststærstu hátíð frá upphafi að mati […]
Vestmannaeyjabær hækkar lægstu laun

Á seinustu árum hefur rekstur Vestmannaeyjabæjar gengið vel. Íbúum hefur fjölgað, samgöngur hafa verið bættar, atvinnuleysi er hverfandi og þjónusta við íbúa hefur verið aukin. Á sama tíma hefur ekki eingöngu allra leiða verið leitað til að hagræða í rekstri heldur hefur tekjugrunnur verið að styrkjast vegna góðs gengis í sjávútvegi og ferðaþjónustu. Þessi árangur […]
Forsölu miða lýkur í kvöld

Forsölu aðgöngumiða og farseðla á www.dalurinn.is lýkur kl. 23.59 í kvöld. Verð aðgöngumiða er kr. 16.900 í forsölu en kr. 18.900 við hliðið í Herjólfsdal. Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir að vitja aðgöngumiða í Skýlinu við Friðarhöfn. Viðskipti sem eiga sér stað í dag verða til afgreiðslu í Skýlinu kl. 09.00 á morgun, fimmtudag. (meira…)
GuitarParty.com opnar fyrir prófanir á PartyMode

Íslenski vefurinn Guitarparty.com opnaði í dag fyrir prófanir á nýjum farsímavef sem ætlaður er fyrir söng- og gítaráhugafólk, p.guitarparty.com. GuitarParty hefur lengi boðið notendum upp á að búa til söngbækur til úprentunar, en hefur núna gengið skrefinu lengra og gert söngbækurnar rafrænar. (meira…)
Sætur sigur á Breiðablik

Hann var sætur sigur ÍBV á Breiðablik í Pepsídeild kvenna í kvöld. Breiðablik hafði í tvígang unnið ÍBV á Hásteinsvelli í sumar, bæði í deild og bikar en báðir leikirnir voru afar jafnir, ekki síst bikarleikurinn sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni. Það hefði verið ansi fúlt að tapa þrisvar fyrir Blikum. Leikmenn ÍBV sýndu […]
Bekkjabílar leyfðir í ár

Bekkjabílaakstur verður með hefðbundnu sniði á Þjóðhátíð Vestmannaeyja, en til umræðu hefur verið að banna þá hefð að hátíðargestir séu fluttir á yfirbyggðum vörubílspalli. Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í Vestmannaeyjum, segir að akstur bílanna sé á gráu svæði með tilliti til laga. Komið hafi verið til móts við beiðni Þjóðhátíðarnefndar að leyfa aksturinn þar sem […]
Viðurkenndi fíkniefnasölu

Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og töluverður erill var í kringum skemmtistaði bæjarins um helgina. Nokkuð var um kvartanir vegna hávaða bæði frá fólki og ferfætlingum. Tvö fíkniefnamál komu upp um helgina og var í öðru þeirra um að ræða sölu fíkniefna. Karlmaður um þrítugt var handtekinn aðfaranótt sl. laugardags […]
Frumleg og skemmtileg þjóðhátíðarauglýsing á mbl

Ein frumlegasta og skemmtilegasta auglýsing ársins fór í loftið á mbl.is í dag en þar er verið að auglýsa þjóðhátíðarumfjöllun vefsins. Auglýsingin er dulbúin sem veffrétt sjónvarps mbl og byrjar sem hefðbundin frétt en fljótlega fer allt í háaloft á vefsíðunni. Sjón er sögu ríkari en hægt er að nálgast auglýsinguna hér að neðan. (meira…)