Surtsey flaug lágflug yfir Heimaey

Mörgum brá vafalaust í brún á laugardaginn þegar þota Icelandair flaug lágflug yfir Heimaey. Um var að ræða þotuna Surtsey sem er Boeing 757-200 en vélin flaug yfir Heimaey úr norð-austri og tók stefnuna á sjálfa Surtsey. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var flugstjóri vélarinnar í sinni síðustu ferð fyrir félagið og fékk því leyfi til að […]

Róbert Marshall flytur sig til Reykjavíkur

Eftir að Róbert Marshall sagði skilið við áfengið hefur hann ekki bara meiri orku í fjölskyldulíf, fjallgöngur og langhlaup heldur í starf sitt líka. Hann hefur mikinn metnað og ætlar sér langt. „Ég hef sumpart upplifað það þannig að ég hafi setið á aftari bekkjunum í þinginu síðustu þrjú árin. Mér finnst ég hafa náð […]

Goslokalag Brimness frumflutt í fyrramálið

Hljómsveitin Brimnes semur og flytur Goslokalagið í ár en þetta er í þriðja sinn sem sérstakt lag er samið í tengslum við hátíðahöldin. Obbosí átti Goslokalagið 2010 og Dans á rósum í fyrra. Lagið í ár, sem heitir Höldum heim, verður frumflutt á Bylgjunni í fyrramálið, mánudag, milli 8:30 og 9 en hægt verður að […]

Kjörsókn í Eyjum lítil

Nú klukkan 22:00 lokaði kjörstaður í Vestmannaeyjum í forsetakosningunum. Þá höfðu 2.018 kosið eða 64,5% þeirra sem á kjörskrá voru í Eyjum. Alls voru þeir 3.131 talsins en 387 kusu utan kjörfundar. Kjörsókn er töluvert lægri en í síðustu Alþingis- og sveitastjórnarkosningum en ef litið er til þjóðaratkvæðagreiðslu 2011 og 2010 er kjörsókn svipuð. Kjörsókn […]

HK Shellmótsmeistari 2012

HK tryggði sér rétt í þessu Shellmótsmeistaratitilinn með því að leggja HK að velli í úrslitaleik 2-0. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en HK skoraði mark undir lok hálfleiksins. Í síðari hálfleik var HK svo sterkari aðilinn og uppskar annað mark í lok leiks og er því Shellmótsmeistari 2012. (meira…)

Lakari kjörsókn í Eyjum

Klukkan 14:00 höfðu 516 kosið í forsetakosningunum, eða 16,5%. Í Vestmannaeyjum eru tvær kjördeildir og skiptist fjöldi kosningabærra aðila nokkuð jafnt á milli kjördeilda. Það á einnig við um kjörsókn því 252 höfðu kosið í kjördeild 1 og 264 í kjördeild 2. Fram kemur í tilkynningu frá kjörstjórn í Vestmannaeyjum að 333 utankjörfundaratkvæði hafi borist […]

Skemmtibátur illa farinn eftir bruna

Rétt rúmlega tólf í dag var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út að smábátabryggjunni í Vestmannaeyjahöfn en mikinn reyk lagði frá litlum skemmtibáti. Báturinn heitir Ölduljón VE en þegar slökkviliðsmenn hugðust komast inn í bátinn, gusu eldtungurnar út á móti þeim, eins og sjá má á mynd og myndbandi sem fylgir fréttinni. (meira…)

260 búnir að kjósa í Eyjum

Klukkan 12 í dag voru 260 búnir að kjósa í forsetakosningunum í Vestmannaeyjum. Það erum 8,3% þeirra sem eru á kjörskrá en samkvæmt því sem fram kom í vikublaðinu Fréttum, voru um 200 manns búnir að kjósa utan kjörfundar á miðvikudag. Alls eru 3127 á kjörskrá í Vestmannaeyjum. (meira…)

Komnir upp í þriðja sætið

Eyjamenn skutust, tímabundið í það minnsta, upp í þriðja sæti Pepsídeildarinnar með miklum baráttusigri á Val. Fyrri hálfleikur var mjög erfiður fyrir Eyjamenn og Valsmenn voru sterkari framan af en í þeim síðari tóku Eyjamenn öll völd á vellinum og uppskáru tvö mörk. Varamaðurinn Ian Jeffs skoraði fyrra markið en síðara markið var af rándýrari […]

Helga Björk ráðin leikskólastjóri á Sóla

Helga Björk Ólafsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri á Sóla, en sá leikskóli er rekin af Hjallastefnunni. Helga er leik- og grunnskólakennari að mennt. Undanfarin ár hefur Helga Björk starfað sem umsjónarkennari í Hamarskóla í Vestmannaeyjum en áður starfaði hún sem deildarstjóri í leikskólanum Rauðagerði. Á bæjarstjórnarfundi í gær, sótti Helga um ársleyfi frá störfum sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.