Mörgum brá vafalaust í brún á laugardaginn þegar þota Icelandair flaug lágflug yfir Heimaey. Um var að ræða þotuna Surtsey sem er Boeing 757-200 en vélin flaug yfir Heimaey úr norð-austri og tók stefnuna á sjálfa Surtsey. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var flugstjóri vélarinnar í sinni síðustu ferð fyrir félagið og fékk því leyfi til að fljúga lágflug yfir fallegasta stað landsins.