Dregið í dag í Evrópudeildinni

Dregið verður í fyrstu tvær um­-ferðir Evrópudeildarinnar í dag en ÍBV tekur þátt í keppn­inni annað árið í röð. Í fyrra tapaði liðið í fyrstu umferð fyrir írska liðinu Saint Patrick‘s en ÍBV vann fyrri leik liðanna á Voda­fone­vellinum 1:0 en tapaði svo á útivelli 2:0 og því 2:1 samanlagt. Í ár gæti ÍBV lent […]

Eyjamenn taka á móti Hetti í kvöld

Karlalið ÍBV tekur á móti Hetti frá Egilsstöðum í kvöld klukkan 18:00 á Hásteinsvellinum í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Höttur leikur í 1. deild og flestir á því að Eyjamenn eigi að vinna leikinn en allt getur gerst í bikarkeppninni. Höttur er sem stendur í 6. sæti 1. deildarinnar, á meðan ÍBV er í því 8. […]

Tveir bílar brunnu í nótt

Um klukkan hálf þrjú í nótt var Slökkvilið Vestmannaeyja kallað út en kviknað hafði í sendibifreið sem stóð við Skvísusund. Þegar að var komið stóðu logarnir upp úr kassa bifreiðarinnar þannig að nálægt hús var í hættu. Í raun kviknaði í glugga, rúður sprungu og veggurinn er illa farinn en eldurinn náði hins vegar ekki […]

Skemmtilegt fyrir deildina

Það var létt yfir Jóni Ólafi Daníelssyni, þjálfara ÍBV, eftir sigur liðsins á Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu fyrir norðan, 1:4. Sigurinn hleypir miklu lífi í toppbaráttu deildarinnar og er Jón einbeittur á framhaldið. (meira…)

Glæsilegur útisigur hjá ÍBV

Annað árið í röð gerir ÍBV góða ferð norður á Akureyri en kvennalið félaganna áttust við í dag. Í fyrra vann ÍBV 0:5 stórsigur og stelpurnar endurtóku leikinn í ár með því að vinna aftur stórisigur á Þórsvellinum á Akureyri. Lokatölur nú urðu hins vegar 1:4 fyrir ÍBV sem þar með skaust upp í annað […]

KFS gefur spekingunum langt nef

KFS lagði Létti að velli í gær en lokatölur urðu 3:0. Með sigrinum komust Eyjamenn á toppinn í A-riðli 3. deildar en KFS var fyrir tímabilið spáð 7. og næst neðsta sæti riðilsins á vefnum Fótbolti.net. Sú spá hefur greinilega ekki gert annað en að herða leikmenn KFS. (meira…)

Reykræstu og hugguðu hund

Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað að íbúðarhúsi við Faxastíg rétt fyrir klukkan átta í morgun. Reykur kom upp í eldhúsi íbúðarinnar en enginn eldur kviknaði. Ekki urðu meiðsl á fólki og tók það slökkvilið skamma stund að reykræsta íbúðina sem er á efri hæð í tvíbýlishúsi. (meira…)

Mikið flogið til Eyja á morgun

Á morgun laugardag verða farnar 10 ferðir til Eyja í tengslum við golfmót sem þar er haldið. Vegna þessa hefur Flugfélagið Ernir sett í sölu töluvert af nettilboðum á aðeins 3500kr aðra leið með sköttum. (meira…)

Drusluganga í Eyjum á morgun

Á morgun, laugardag verður Druslugangan haldin á fimm stöðum á landinu. Druslugangan hefur lengst af verið í Reykjavík en einnig í Reykjanesbæ í fyrra. Nú bætast við Ísafjörður, Akureyri og Vestmannaeyjar en gangan hér í Eyjum hefst klukkan 14:00 og verður gengið úr Herjólfsdal og niður í Bárugötu. (meira…)

Dans á rósum í þýska útvarpinu

Í gær var mikil og góð kynning á Vestmannaeyjum í þýska útvarpsþættinum Der Tag. Þátturinn er mjög vinsæll á útvarpsstöðinni Hessische Randfunk í Suður Þýslandi en þátturinn er sendur út frá Frankfurt og hefur verið á dagskrá í 15 til 20 ár. Uwe Westphal er ekki bara þekktur í Þýskalandi heldur líka í Bretlandi, Ástralíu […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.