Á morgun, laugardag verður Druslugangan haldin á fimm stöðum á landinu. Druslugangan hefur lengst af verið í Reykjavík en einnig í Reykjanesbæ í fyrra. Nú bætast við Ísafjörður, Akureyri og Vestmannaeyjar en gangan hér í Eyjum hefst klukkan 14:00 og verður gengið úr Herjólfsdal og niður í Bárugötu.