Margrét Lára tekur sér frí frá fótbolta

Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir ætlar að taka sér frí frá fótbolta næstu mánuði til að jafna sig af meiðslum í lærum sem hafa lengi hrjáð hana. Næstu landsleikir, sem skera úr um hvort Ísland kemst á EM, eru um miðjan september og því óvissa um þátttöku Margrétar Láru í þeim. (meira…)

Sýnir uppgang í Vestmannaeyjum

„Fasteignamat ríkisins, FMR, ákvarðar fasteignamat allra eigna í landinu en matinu er ætlað að endurspegla markaðsvirði eigna. FMR tekur mið af markaðsvirði eigna og byggir mat sitt á söluverði fasteigna nokkur ár aftur í tímann og er þar byggt á þinglýstum kaupsamningum,“ sagði Páley Borg­þórsdóttir, formaður bæjarráðs, en fast­eignamat hækkaði mest í Vest­mannaeyjum á öllu […]

Sjö tinda gangan á morgun

Sjö tinda gangan verður haldin á morgun, föstudaginn 22. júní. Gangan hefst í Herjólfsdal en göngugörpunum verður skipt í tvo hópa. Þeir sem vilja fara hægt yfir og eru t.d. lofthræddir, leggja af stað klukkan 18:00 en þeir sem vilja fara hratt yfir, leggja af stað klukkan 20:00. (meira…)

Ágóði mótsins til góðra mála

Á laugardaginn fór fram golfmótið Ufsaskalli en þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið. Ufsaskalli er góðgerðarmót en ágóðinn af mótinu rennur til félagasamtaka í Eyjum og verður upplýst síðar hvaða félag nýtur góðs af mótinu í ár. (meira…)

Fjör á golfvellinum

Í tilefni af golfdeginum á Íslandi í gær, miðvikudag 20. júní, var brugðið á leik í golfskólanum og golfleikjanámskeiðinu. Krakkarnir spiluðu golf og þau yngstu fengu að slá í vatnsblöðrur. Myndirnar sem fylgja með fréttinni tók Óskar Jósúason, skólastjóri golfskólans. (meira…)

Tvær frá ÍBV í U-18

Tvær handknattleikskonur úr ÍBV, þær Berglind Dúna Sigurðardóttir og Drífa Þorvaldsdóttir, eru í lokahóp U-18 ára landsliðshópi Íslands í handknattleik. Liðið tekur þátt í Opna Evrópumótinu í Gautaborg dagana 2. til 6. júlí. Ísland leikur þar í riðli ásamt Ítalíu, Rúmeníu og Þýskalandi. (meira…)

Glæsileg dagskrá Goslokahátíðar

Dagskrá Goslokahátíðarinnar er nú farin að taka á sig endanlega mynd en eins og vanalega verður margt í boði. Goslokahátíðin fer fram í Eyjum 5. til 8. júlín næstkomandi og verður boðið upp á tónleika, upplestur, fjör í Skvísusundi, myndlistasýningar, ljósmyndasýningar, upplsetur, frásagnir og margt fleira. Eyjamenn eru sem fyrr hvattir til að taka þátt […]

Fjórði sigurinn í röð

Eyjamenn unnu fjórða sigur sinn í röð í deild og bikar þegar Eyjamenn sóttu Grindavík heim. Eyjamönnum hefur stundum þótt erfitt að sækja stig til Grindavíkur en fóru í kvöld með þrjú í farteskinu því lokatölur urðu 1:3 fyrir ÍBV. Þrátt fyrir þennan góða sigur, eru Eyjamenn enn í 8. sæti deildarinnar en nú eru […]

Fimm milljarða skattur

Þriðjudagurinn var svartur dagur í sögu Vestmannaeyja og annarra sveitarfélaga sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi þegar frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald var samþykkt. Var það þvert á álit allra umsagnaraðila. Er ljóst að það mun bitna á fyrirtækjum í sjávarútvegi, starfsfólki og sveitarfélögum út um land þar sem útgerð er undirstaðan. (meira…)

Sr. Kristján náði ekki kjöri

Sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur í Landakirkju náði ekki kjöri í kosningu til embættis sem vígslubiskup á Hólum. Hann og sr. Sólveig Lára Guðmundsdóttir voru í síðari umferð kosninganna en atkvæðin skiptust þannig að sr. Kristján fékk 70 atkvæði en sr. Sólveig Lára 96. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.