�?orskur á uppleið en ýsan stefnir í sögulegt lágmark

Fundur Hafrannsóknastofnunar var á Hótel Vestmannaeyjum í gærkvöldi var vel sóttur. Þar gerðu Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, og starfsmenn hans grein fyrir rannsóknum á hafsbotninum við Ísland og stöðu nytjastofna við Ísland. (meira…)
Björgunarbáturinn �?ór kallaður út

Björgunarbáturinn Þór var rétt í þessu kallaður út vegna sjóslyss. Um er að ræða skútu sem er í vandræðum, vélarvana og með rifin segl en hefur þó einhverja stjórn. skútan er staðsett um 150 km. austur af Heimaey, við suðurströnd Íslands eða við Meðallandsbugt. (meira…)
Eyjamenn sækja Grindvíkinga heim

Eyjamenn sækja Grindvíkinga heim í kvöld í Pepsídeild karla. ÍBV hefur gengið allt í haginn í síðustu tveimur leikjum sínum eftir afleita byrjun í Íslandsmótinu en Eyjamenn hafa lagt Stjörnuna og ÍA að velli og markatala liðsins úr síðustu tveimur leikjum í deildinni er 8:1. Grindvíkingar eiga hins vegar enn eftir að vinna sinn fyrsta […]
Hafró með opinn fund í kvöld

Hafrannsóknastofnun boðar til opins fundar um veiðiráðgjöf komandi fiskveiðiárs og starfsemi stofnunarinnar, á Hótel Vestmannaeyjum í kvöld klukkan 20:00. Formleg dagskrá og erindi hefjast hins vegar ekki fyrr en klukkan 20.30 vegna EM í fótbolta. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri, ásamt sérfræðingum mun kynna nýútkomna skýrslu stofnunarinnar. Að erindum loknum verður opnað fyrir almennar umræður. (meira…)
16 ára með fíkniefni

Töluverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum sl. viku og ýmis verkefni sem lögreglan þurfti að sinna. Margar kvartanir bárust lögreglu vegna hávaða í heimahúsum þannig að nágrannar áttu erfitt með svefn. Eitt minniháttar fíkniefnamál kom upp í vikunni. Um var að ræða 16 ára dreng sem viðurkenndi neyslu og vörslu fíkniefna. Mál hans var […]
Vegna samþykktar laga um veiðigjöld

Landssamband íslenskra útvegsmanna harmar þá ákvörðun Alþingis að samþykkja lög sem munu þrefalda veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Hækkunin mun hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir einstök fyrirtæki og byggðarlög, eins og bent hefur verið á í fjölmörgum umsögnum sem bárust atvinnuveganefnd. (meira…)
Brekkusöngurinn verður stærsta gítarpartí fyrr og síðar

Allir gestir á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar munu fá eintak af rafrænni söngvabók með textum og gítargripum svo þeir geti sungið og spilað með í Brekkusöngnum um kvöldið. Þjóðhátíðarnefnd handsalaði samning um það við íslensku gítarsíðuna guitarparty.com fyrir þremur vikum. (meira…)
ÍBV berst gegn hvers konar ofbeldi

ÍBV-Íþróttafélag og Þjóðhátíðarnefnd ÍBV hlaut í dag, Bleiku Steinana, hvatningarverðlaun Feministafélags Íslands. Bleiku steinarnir voru fyrst afhentir árið 2003 á stofnári Feministafélagsins. Þá voru viðtakendur verðlaunana Forseti Íslands, Borgarstjóri Reykjavíkur, Biskup Íslands og heilbrigðisráðherra. Síðan þá hafa m.a Hæstiréttur, Dómarafélag Íslands og allir ráðherrar í ríkisstjórn Íslands hlotið viðurkenninguna. (meira…)
�?jóðhátíðarnefnd og ÍBV fá hvatningarverðlaun Femínista

Bleiku steinarnir, hvatningarverðlaun Femínistafélags Íslands, eru afhentir í dag. Handhafar bleiku steinanna að þessu sinni eru Þjóðhátíðarnefnd og stjórn ÍBV. Bleiku steinunum er ætlað að hvetja viðtakendur til að hafa jafnréttissjónarmið ætíð að leiðarljósi í verkum sínum. Ofangreindir aðilar hljóta þessa hvatningu í ljósi komandi hátíðarhalda Þjóðhátíðar í Vestmanneyjum síðar í sumar. (meira…)
�?keypis í handboltaskóla ÍBV

Í dag mun ÍBV hefja opnar handboltaæfingar. Æfingarnar verða í sex vikur (fram að þjóðhátíð) á mánudögum og miðvikudögum frá 16:30-18:00. Þjálfarateymið er frekar öflugt, Erlingur Rikka, Arnar Péturs, Svavar Vignisson, Siggi Braga, Jakob Lárusson, Unnur Sigmars ofl. (meira…)